Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU. Mynd: ETSU
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2014 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU í 8. sæti á Mason Rudolph Championship e. 2. dag

Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2013, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETCU „The Bucs“ eru við keppni á Mason Rudolph meistaramótinu, en mótið fer fram í Vanderbilt Legends Club í Franklín, Tennessee.

Mótið fer fram dagana 4.- 6. apríl 2014 og eru þátttakendur 78 frá 14 háskólum.

Guðmundur Ágúst er samtals búinn að spila á 8 yfir pari, 150 höggum (75 75).

Guðmundur Ágúst er í 42. sæti í einstaklingskeppnini og einvörðungu á 4. besta skori ETSU.  Golflið ETSU er samt enn í 8. sætinu í liðakeppninni.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Mason Rudolph Championship  SMELLIÐ HÉR: