Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2014 | 11:59

GKG: Sólon fór holu í höggi!

Sólon Baldvin Baldvinsson, 14 ára kylfingur í keppnishópi GKG, fór holu í höggi fyrir nokkrum dögum í æfingaferð GKG á Spáni.

Sólon náði draumahögginu á 1. holu æfingavallar Hacienda del Alamo, og notaði Sólon 7-járn af 150 metra færi. “Ég hitti boltann mjög vel og hann leit vel út allan tímann. Boltinn lenti um fet fyrir aftan pinnann og spann til baka ofan í holu!”

Mörg glæsileg högg hafa verið slegin í ferðinni. Birgir Leifur náði albatross eins s.s. Golf1.is hefir greint frá – sjá frétt með því að SMELLA HÉR:

Særós Eva Óskarsdóttir náði erni á Condato del Alhama vellinum á par 4 holu með því að “basketa” annað höggið beint í holu.

Seinasti hringurinn í æfingaferðinni var leikinn í gær, og voru eflaust mörg glæsileg högg slegin til viðbótar.

Texti: Úlfar Jónsson