Þórður Rafn Gissurarson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2014 | 14:00

EPD: Þórður Rafn á 5 yfir pari e. 1. dag í Marokkó

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnumaður úr GR, tekur þátt í Open Madaef  mótinu en leikið er á golfvelli,  EL Jadida Royal Golf & Spa (El Jadida, Marokko), hönnuðum af Cabell B. Robinson.

Þátttakendur í mótinu eru 120.

Þórður Rafn lék á 5 yfir pari, 77 höggum fyrsta dag mótsins.  Hann er í 55. sæti, sem stendur.

Í efsta sæti eftir 1. dag eru Hollendingarnir Floris de Vries og Fernand Osther, sem báðir léku á 2 undir pari, 7 höggum.

Til þess að sjá stöðuna á Open Madaef mótinu en 2. hringur er þegar hafinn SMELLIÐ HÉR: