Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA. Mynd: Í einkaeigu.
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2014 | 03:00

Bandaríska háskólagolfið: Stefanía Kristín lauk keppni í 8. sæti á The Trojan

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, klúbbmeistari GA, tók þátt í The Trojan, móti sem fram fór 7.-8. apríl s.l. í Walnut Creek CC, í Goldsboro, Norður-Karólínu, en gestgjafi var Mt.Olive háskólinn.

Aðeins lið 4 háskóla voru skráð til keppni og meðal þeirra var ekki lið Stefaníu Kristínar, en hún keppti bara sem einstaklingur í mótinu ásamt liðsfélögum sínum úr Pfeiffer liðinu, Söruh Baldwin og Allyson Heinz

Alls voru keppendur í mótinu 26.

Stefanía Kristín lék á samtals 154 höggum (76 78) og stóð sig best þeirra sem kepptu sem einstaklingar, en hún hafnaði í 8. sæti mótsins.

Næsta mót Stefaníu Kristínar og golfliðs Pfeiffer háskóla er  Conference Carolinas Tournament, sem fram fer 13.-15. apríl n.k.

Til þess að sjá lokastöðuna á The Trojan SMELLIÐ HÉR: