Ragnar Már Garðarsson, GKG, Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki – 15. júní 2013 á Leirdalsvelli
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2014 | 04:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már lauk keppni á 2. besta skori McNeese og varð í 20. sæti á Jim West mótinu

Ragnar Már Garðarsson, GKG og félagar í McNeese háskólanum luku keppni á Jim West Intercollegiate mótinu, í McKinney, Texas, þriðjudaginn s.l. en mótið stóð  7.-8. apríl 2014.

Það fór  á hinum 7,438 yarda (6801 metra)  par-72, TPC Craig Ranch golfvelli (TPC er skammstöfun fyrir Tournament Players Club og slíkir vellir er í eigu PGA Tour, sterkustu mótaröð heims og geta PGA Tour mót farið fram á slíkum völlum).

Þátttakendur voru 80 frá 15 háskólum.

Ragnar Már lék á samtals 1 undir pari, 215 höggum (72 71 72) og varð í 20. sæti í einstaklingskeppninni.  Hann var á 2. besta skori McNeese liðsins, sem varð í 8. sæti í liðakeppninni.

Næsta mót Ragnars Más og McNeese er Southland Conference Championship, í McKinney, Texas 21. apríl n.k.

Til þess að sjá lokastöðuna á Jim West Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: