Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2014 | 07:30

The Masters 2014: Caroline kaddý með bleikt hár! Myndasería

Augusta National er staður hefða og íhaldsemi og þess vegna a.m.k. að hluta elskum við þetta mót.

Hins vegar gengur íhaldsemin í sumum þáttum of langt – smámunasemin mikil allt frá nákvæmum staðarreglum m.a. um farsíma og hvernig kylfusveinar eigi að klæðast í mótinu.

Engar reglur eru þó um það hvaða háralit kylfuberar skuli vera með og því gaf stríðniskjóinn Caroline Wozniacki, kærasta Rory allri íhaldseminni langt nef og mætti með bleikt hár til leiks í par-3 holu keppni Masters mótsins, sem væntanlega hefir farið í þær allrafínustu á þeim allraíhaldsömustu.

Halda sumir því fram að hér hafi hún verið að mótmæla skertri félagsaðild kvenna í Augusta National en einungis tveimur konum hefir hingað til, eins og til málamynda, verið veittur aðgangur að klúbbnum og full félagsaðild:  Condoleezzu Rice fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna og milljarðamæringnum Dörlu Moore.

Caroline var áður búin að gefa út að hún myndi ekki bera kylfur Rory ef það myndi rigna og hér er komin skýringin; hefði rignt hefði bleiki liturinn lekið úr hárinu á henni!

Hvað sem öðru leið vakti Caroline heilmikla athygli og hér má sjá nokkrar myndir af bleika hárinu hennar Caro:

Bleikhærður kylfuberi Rory McIlroy

Bleikhærður kylfuberi Rory McIlroy

Bleikhærð að horfa á tilþrif kærastans

Bleikhærð að horfa á tilþrif kærastans

Falleg með bleikt hár

Falleg með bleikt hár

Bleika hárið á Caroline

Bleika hárið á Caroline

Fagnað með konunni með bleika hárið

Fagnað með konunni með bleika hárið

Rory og bleikhærða eiginkonuefnið Caroline Wozniacki á par-3 móti The Masters í gær

Rory og bleikhærða eiginkonuefnið Caroline Wozniacki á par-3 móti The Masters í gær