Ólafur Björn Loftsson, NK. Foto gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2014 | 17:45

OGA: Ólafur Björn sigraði á Reunion mótinu

Ólafur Björn Loftsson, NK, sigraði á Reunion mótinu á OGA mótaröðinni í Flórída, 9. apríl eða í gær, en mótið fór fram á Watson vellinum í Orlando.  Þátttakendur voru 10.

Ólafur Björn lék á 8 undir pari, 64 höggum.

Ólafur sagði eftirarandi að sigri loknum á facebook síðu sinni:

„Lék á 64 (-8) höggum og sigraði á móti á OGA mótaröðinni í gær á Reunion Watson vellinum í Orlando. Tilfinningin var frábær enda var þessi hringur einn sá besti sem ég hef spilað. Það var dágóður vindur en ég stjórnaði boltanum af miklu öryggi, sló hvert góða höggið á eftir öðru og fékk samtals 9 fugla á hringnum. 

Ég ákvað að taka þátt í þessu móti til að venjast aðstæðum á Reunion svæðinu en úrtökumótið fyrir PGA Tour Canada fer fram í næstu viku á Nicklaus vellinum á sama svæði. Ég sé að sjálfsögðu ekki á eftir þeirri ákvörðun og þetta gefur mér klárlega aukið sjálfstraust fyrir næstu daga. Ég mun taka nokkra æfingahringi fyrir úrtökumótið, æfa stíft og mæta vel stemmdur til leiks.“

Til þess að sjá lokastöðuna í Reunion mótinu SMELLIÐ HÉR: