Afmæliskylfingar dagsins: Russell Henley og Oliver Goss – 12. apríl 2014
Afmæliskylfingar dagsins eru Russell Henley og Oliver Goss.
Henley er fæddur í Macon, Georgíu 12. apríl 1989 og á því 25 ára afmæli í dag! Þrátt fyrir ungan aldur (aðeins kvart af öld) er Russell búinn að sigra tvívegis á PGA Tour, þ.e. á Sony Open 2013 og Honda Classic 2014.
Russell er sem stendur nr. 43 á heimslistanum og tekur þátt í Masters mótinu í fyrsta sinn …. og gengur vel …. enda „heimamaður “ (frá Georgia) á ferð! Russell deilir 10. sæti ásamt 4 öðrum í hálfleik Mastersmótsins og er 6 höggum á eftir forystumanninum Bubba Watson, sem alls ekki er ógerlegt að vinna upp nú um helgina.
Hér má sjá kynningu Golf1 á afmæliskylfingnum Russell Henley SMELLIÐ HÉR:
Oliver Goss, er fæddur í Freemantle, Ástralíu fyrir nákvæmlega 20 árum í dag, þ.e. 12. apríl 1994. Hann komst á Masters risamótið sem stendur yfir um þessar mundir með því að verða í 2. sæti á US Amateur og hann er eini áhugamaðurinn, sem komst í gegnum niðurskurð og fær þ.a.l. heiðursviðurkenningu fyrir það á morgun við „grænu jakka athöfnina“ Sérstök kynningargrein um Oliver Goss verður skrifuð síðar í dag.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Donna Andrews, 12. april 1967 (47 ára); Matt Bettencourt, 12, apríl 1975 (39 ára); … og … Evrópumótaröð karla (ens.: European Tour) á 42 ára afmæli í dag! Jafnframt eiga eftirfarandi afmæli:
F. 12. april 1963 (51 árs)
Kristjana Andrésdóttir, klúbbmeistari GBB 2012
F. 12. apríl 1957 (57 ára)
F. 12. apríl 1972 (42 ára)
Guðný Jónsdóttir, GR
F. 12. apríl 1961 (53 ára)
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem og golfmótaröðum, sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024