Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2014 | 00:45

The Masters 2014: Spieth og Watson leiða fyrir lokahringinn – hápunktar 3. dags

Það eru Bubba Watson og Jordan Spieth sem leiða fyrir lokahring The Masters risamótins.

Báðir eru þeir búnir að spila á 5 undir pari, 211 höggum; Watson (69 68 74) en Spieth (71 70 70).

Bubba átti í raun draumabyrjun; hann fékk skolla á par-4 1. holunni (Tea Olive) en náði því strax tilbaka með erni á par-5 2. brautinni (Pink Dogwood) þar sem hann fékk glæsiörn. Þetta var draumabyrjunin – en síðan var fátt um fína drætti – Bubba var með skolla á 3 par-3 holum (4., 6. og 16.) og síðan með skolla á par-4 7. holunni og tókst aðeins að rétta hlut sinn á Camelia brautinni par-4 10. braut Augusta National.

Bubba Watson

Bubba Watson

Jordan Spieth hins vegar lék á 2 undir pari í dag; var með 4 fugla (á 3., 6., 14. og 15. braut) en því miður líka 2 skolla (á 4. og 11. braut).

Hér má sjá viðtal við Spieth eftir glæsilegan 3. hringinn SMELLIÐ HÉR: 

Á hæla Spieth og Watson, aðeins 1 höggi á eftir koma þeir Matt Kuchar og  Jonas Blixt, en Blixt á fyrstur sænskra karlkylfinga raunhæfan sjéns á að vinna risamótstitil.

Fimmta sætinu deila svo Miguel Angel Jimenez og Rickie Fowler, en Jimenez sýndi glæsitakta á Augusta National í dag þegar hann lék völlinn á 6 undir pari, 66 höggum!

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag The Masters risamótsins SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á The Masters risamótinu SMELLIÐ HÉR: