Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2014 | 12:30

The Masters 2014: Rástímar á lokahring

Í dag fer fram lokahringurinn á Masters móti ársins í ár, 2014 og hafa undanfarnir 3 dagar liðið alltof fljótt!

Hér má sjá rástíma þátttakenda en Larry Mize fer fyrstur út kl. 10:10 að staðartíma (þ.e. kl. 14:10 að íslenskum tíma) SMELLIÐ HÉR: 

Aðalráshópurinn þ.e. Spieth og Watson fer út síðastur kl. 14:20 að staðartíma (þ.e. kl. 18:20 að íslenskum tíma).

Úrslit ættu því að liggja fyrir í kringum kl. 22:00 að íslenskum tíma.   Hver sigrar á Mastersmótinu í ár?  Nú er spennan í hámarki!