Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2014 | 20:11

The Masters 2014: Spieth og Watson farnir út – Spieth í forystu eftir 6 spilaðar holur

Síðasti ráshópurinn, Bubba Watson og Jordan Spieth á þessu fyrsta risamóti ársins eru farnir út og The Masters aðeins 12 holur frá því að klárast.

Og það er byrjað með látum.  Spieth er hvorki meira né minna en búinn að fá 3 fugla (á 2., 4. og 6. holu) og 1 skolla (á 5. holu) og hefir tekið forystu er á samtals 7 undir pari, eftir 6 spilaðar holur.

Bubba á hinn bóginn er á samtals 6 undir pari, er búinn að fá 2 fugla (á 4. og 6. holu) og 1 skolla (á 3. holu)

Þetta verður hörkuslagur milli þeirra næstu 12 lokaholurnar.

Næstur á eftir Bubba og Spieth er Matt Kuchar 2-3 höggum á eftir og virðist ekki enn vera farinn að blanda sér í baráttuna.

Til þess að fylgjast með stöðunni á The Masters SMELLIÐ HÉR: