Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2014 | 23:10

Bubba langaði aftur í græna jakkann!

Billy Payne byrjaði á því að þakka áhorfendum í Bandaríkjunum og í 200 löndum um allan heim við „grænujakka afhendinguna.“

Hann bauð velkomna 3 kylfinga: Oliver Goss, besta áhugamann mótsins; landa hans Adam Scott, sigurvegara Masters 2013 og Bubba Watson, sem sigraði nú í kvöld.

Í upphafi athafnarinnar var Oliver Goss heiðraður en hann stóð sig best áhugamanna.  Síðan snerist athyglin fljótt að Bubba Watson, meistara Masters 2014.

Bubba sagðist ekki hafa munað eftir síðustu holunum allt hefði snúist um að ná pörum.

Hann sagði að sig hefði langað í græna jakkann aftur eftir að hafa látið hann af höndum  í fyrra til Adam Scott.  Hann hefði saknað hans.

Adam óskaði Bubba til hamingju og vatt sér strax í að láta Bubba aftur fá græna jakkann! 🙂