Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2014 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Axel og Haraldur Franklín hefja leik í dag í Reunion Intercollegiate mótinu

Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State og Haraldur Franklín Magnús, GR og The Raging Cajuns, golflið Louisiana Lafayette hefja í dag keppni í Reunion Intercollegiate mótinu, en þetta mót er það síðasta á dagskránni fyrir svæðismótið.

Haraldur Franklín Magnús. Mynd: Golf 1

Haraldur Franklín Magnús. Mynd: Golf 1

Mótið fer fram í Reunion Golf Country and Club í Madison, Mississippi og stendur dagana 14.-15. apríl 2014.  Þátttakendur eru 75 frá 15 háskólum.

Axel fer út af 8. teig en Haraldur Franklín af 9. teig og báðir verða ræstir út á samta tíma þ.e. kl. 13:00 að staðartíma (sem er kl. 18 að okkar tíma hér heima á Íslandi).

Til þess að fylgjast með gengi þeirra Axels og Haralds Franklíns á Reunion Intercollegiate mótinu SMELLIÐ HÉR: