Afmæliskylfingurinn í kaddýstörfum. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2014 | 11:30

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla í 15. sæti á SAC svæðismótinu e. 1. dag

Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og golflið Queens, The Royals taka þátt í 2014 Food Lion SAC Women’s Golf Championship, svæðismótinu.

Mótið hófst í gær og stendur dagana 13.-15. apríl 2014.

Gestgjafar eru Carson-Newman University, South Atlantic Conference, & Tusculum Women’s Golf  og mótið fer fram í Sevierville, Tennessee.

Þátttakendur í mótinu eru 60 frá 11 háskólum.

Íris Katla lék fyrsta hring á 12 yfir pari, 84 höggum og er á 2. besta skori The Royals, sem eru í 5. sæti í liðakeppninni sem stendur.  Íris Katla er  í 15. sæti í einstaklingskeppninni.

Til þess að fylgjast með gengi Írisar Kötlu SMELLIÐ HÉR: