Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2014 | 14:10

Bandaríska háskólagolfið: Sunna í 12. sæti og Berglind í 27. sæti e. 2. dag SoCon

Í fyrradag hófu Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Sunna Víðisdóttir, GR og Berglind Björnsdóttir, klúbbmeistari kvenna í GR, 2013 og félagar í golfliði UNGC keppni á SoCon Women´s Golf svæðismótinu.

Berglind Björnsdóttir, GR, að keppa fyrir UNCG í Bandaríkjunum. Mynd: Spartans

Berglind Björnsdóttir, GR, að keppa fyrir UNCG

Mótið fer fram í Moss Creek golfklúbbnum á Hilton Head Island í Suður-Karólínu og er Norður-völlurinn spilaður.

Þátttakendur eru 45 frá 9 háskólum.

Sunna er búin að leika á samtals 11 yfir pari 155 höggum (79 76) og deilir 12. sætinu í einstaklingskeppninni ásamt 4 öðrum.   Golflið Elon er í 3. sæti og þar telur skor Sunnu en hún er á 3. besta skorinu.

Berglind bætti sig um 5 högg milli hringja – lék fyrri daginn á 83 höggum en í gær á 78.  Berglind er í 27. sæti, sem hún deilir með 2 öðrum.  Samtals er Berglind búin að spila á 17 yfir pari, 161 höggi (83 78).

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag SoCon svæðismótsins SMELLIÐ HÉR: