Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2014 | 23:45

PGA: Luke Donald efstur e. 3. dag RBC Heritage

Luke Donald leiðir eftir 3. dag RBC Heritage í Suður-Karólínu.

Donald er búinn að spila á samtals 7 undir pari, 205 höggum (70 69 66).  Það er einkum frábærum hring hans upp á 66 högg í kvöld að þakka að hann er kominn í toppsætið.  Á hringnum fékk Donald 1 örn, 6 fugla og 3 skolla.

Í 2. sæti 2 höggum á eftir Donald er John Huh, á samtals 5 undir pari, 207 höggum (71 68 68).

Þriðja sætinu deila síðan Charl Schwartzel, Ben Martin, Nicholas Thompson og Jim Furyk allir á samtals 4 undir pari, hver.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag RBC Heritage SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á RBC Heritage SMELLIÐ HÉR: