Hver er kylfingurinn: Michelle Wie? (3/5)
Michelle Wie vann nú s.l. helgi 3. mótið sitt á LPGA mótaröðinni þ.e. LPGA Lotte Championship á heimavelli, golfvelli Ko Olina klúbbsins í Kapolei, Oahu, Hawaii. Af því tilefni er hér á Golf 1 rifjaður upp ferill þessarar glæsilegu bandarísku stúlku frá Hawaii, sem á sér fjölmarga aðdáendur hér á landi og hér fer 3. greinin af 5. Fyrir þá sem ekki fá nóg af Wie, er ferill hennar hér rifjaður upp í 50 mynda myndaseríu, sem sjá má með því að SMELLIA HÉR:
Michelle Wie á árunum 2005–2006
Eftir að Michelle gerðist atvinnumaður í golfi 15 ára, árið 2005, átti hún ekki keppnisrétt á neinni mótaröð. LPGa gerir kröfur um að leikmenn séu orðnir 18 ára jafnvel þó nokkrir leikmenn eins og Morgan Pressel og Aree Song hafi fengið undanþágu til þess að mega spila á mótaröðinni 17 ára. Wie kaus að biðja ekki um undnaþágu og var því aðeins leyft að taka þátt í takmörkuðum fjölda LPGA móta þ.e. þegar hún fékk undanþágu styrktaraðila á árunum 2005-2008.
Wie tók heldur ekki þátt í Q-school þar til á árinu 2008, þegar hún varð í 7. sæti og hlaut fullan þátttökurétt á keppnistímabilið 2009.
Wie spilaði í fyrsta atvinnumótinu sínu 2005, þ.e. LPGA Samsung World Championship, en þar var henni vikið úr móti, en hún var í 4. sæti, fyrir að skrifa undir rangt skorkort. Blaðamaður nokkur (Michael Bamberger) sagði að hún hefði á ólögmætan hátt droppað bolta nær holu en upprunalega lega hans var eftir að hún kláraði 3. hring. Á hinu mótinu, sem Michelle tók þátt í 2005, Casio World Open á the Japan Golf Tour, var Wie 4 höggum frá því að komast í gegnum niðurskurð.
Í ársbyrjun 2006 tók Wie þátt í PGA Tour Sony Open á heimavelli, the Waialae Country Club, í Hawaii, þar sem hún komst enn ekki í gegnum niðurskurð, þótt aðeins hafi munað 4 höggum, sem er býsna gott þegar horft er til þess að PGA er nú einu sinni besta karlamótaröð heims!
Wie var nr. 3 á Rolex-heimslistanum í byrjun febrúar 2006 á eftir Anniku Sörenstam og Paulu Creamer. Hún komst í 2. sæti heimslistans í júlí, en þar sem hún tók aðeins þátt í takmörkuðum fjölda móta náði hún ekki lágmarkinu um að spila í 15 mótum á 24 mánaða tímabili og var tekin af listanum. Í ágúst 2006 var útreikningnum á heimslistanum breytt þannig að sérhver kylfingur kæmist á listann hefði hann náð stigum í minna en 35 spiluðum mótum. Eftir breytinguna var Wie aftur á listanum en nú í 7. sæti.
Á fyrstu mótum sínum á LPGA túrnum, snemma á árinu 2006 varð Wie í 3. sæti á Fields Open í Hawaii og var aðeins 1 höggi frá 1. sæti og eins varð hún T-3 í Kraft Nabisco risamótinu, einu höggi á eftir forystukonunni. Í maí 2006 spilaði Wie á SK Telecom Open, á Asíumótaröðinni og varð 2. konan á eftir Se Ri Pak til þess að gera svo og komast í gegnum niðurskurð í Suður-Kóreu. Wie fékk að sögn US$700,000 bara fyrir það eitt að mæta í mótið, þar sem heildarvinningsfé var US$600,000. Allt í allt fékk Wie US$5 milljónir fyrir það eitt að mæta í þetta mót á árinu og í auglýsingasamninga sem fylgdu þessari 2 vikna vinnu.
Í maí 2006 varð Wie líka fyrsta konan til þess að verða í 1. sæti í úrtökumóti fyrir US Open risamót karlkylfinga. Wie keppti ekki í „auðveldari“ lokaúrtökumótinu á Hawaii, þar sem það hefði þýtt að hún hefði ekki getað spilað í LPGA Championship risamóti kvenna vikuna þar á eftir. Hún spilaði í Summit í New Jersey og reyndi þar við eitt af 16 sætunum sem hefðu getað veitt henni þátttökurétt en hafnaði í 59. sæti og komst ekki áfram. Á LPGA Championship lauk hún keppni 2 höggum á eftir forystunni, varð T-5 og fylgdi þessu eftir með T-3 árangri á US Womens Open risamótinu. Í júlí spilaði Wie í LPGA HSBC Women’s World Match Play Championship, þar sem hún tapaði í fjórðungsúrslitunum 4 & 3, fyrir þeirri sem vann mótið, Brittany Lincicome.
Í júlí 2006 spilaði Wie í PGA John Deere Classic. Hún var á 6 yfir pari eftir 1. hring og var í 8 yfir pari, 10 höggum frá því að komast í gegnum niðurskurð á 9. holu þegar hún dró sig úr mótinu og bar fyrir sig að hún væri útkeyrð. Tveimur vikum síðar sneri Wie á LPGA og varð T-2 á Evian Masters einu höggi frá forystukonunni. Hún varð T-26 á Women’s British Open risamótinu það ár, þar sem það olli deilum þegar hún sló í mosa í baksveiflu sinni. Þetta olli því að hún hlaut 2 högga víti. Í viðtali sagði Wie: „Ég held að ég hafi túlkað regluna rangt ég hélt alltaf … að ef maður tæki fulla sveilu væri allt í lagi“
Í september 2006 keppti Wie á Omega European Masters á Evrópumótaröð karla, þar sem hún varð síðust af 156 keppendum, 15 yfir pari. Hún var 14 högg frá því að komast í gegnum niðurskurð, en skipuleggjendur mótsins sögðu að margir hinna 9500 sem mættu fyrsta daginn til að horfa á mótið hefðu komið vegna Wie. Viku síðar spilaði Wie í 3. móti sínu á PGA Tour, og var á 14 yfir pari eftir 2 hringi, 23 höggum á eftir forystunni.
Wie varð í 17. sæti á LPGA Tour Samsung World Championship af 20 keppendum, 21 höggi á eftir forystukonunni. Wie lék í síðasta móti sínu 2006 Casio World Open á mótaröð karlkylfinga Japan Golf Tour, þar sem hún varð í síðasta sæti, 27 höggum á eftir forystumanninum. Við lok Casio mótsins hafði Wie leikið 14 hringi án þess að brjóta par – 8 mót á LPGA, 2 á Evrópumótaröð karla, 2 á PGA Tour og 2 á Japan Golf Tour. Í lok árs 2006, á fyrsta árinu sínu sem atvinnumanns í golfi hafði Wie 11 sinnum ekki komist í gegnum niðurskurð í þeim 12 mótum sem hún tók þátt í og sigraði í engu af þeim 33 kvennamótum sem hún keppti í, þar af 9 sem atvinnumaður.
Kannski ekki gæfuleg byrjun þetta – en hér ber að hafa í huga að Wie, hversu hæfileikarík sem hún var, var aðeins 16 ára og að keppa á öllum helstu mótaröðum heims (meðal fremstu kven- sem karlkylfinga).
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024