PGA: Kuchar sigraði á RBC Heritage – Hápunktar 4. dags
Það var Matt Kuchar, sem stóð uppi sem sigurvegari á RBC Heritage mótinu, sem fram fór að venju á Harbour Town Golf Links, á Hilton Head í Suður-Karólínu.
Kuchar lék á samtals 11 undir pari, 273 höggum (66 73 79 64).
Það var einkum glæsihringur hans upp á 64 högg sem færði honum sigurinn, en á hringnum fékk Kuch 8 fugla og 1 skolla. Svolítill skjálfti hlýtur þó að hafa komið í Kuchar þegar hann þrípúttaði með ótrúlegum hætti á 17. flöt og þurfti bráðnauðsynlega á fugli að halda á 18. braut til þess að sigra í mótinu. Útlitið var býsna svart hjá Kuchar þegar hann setti bolta sinn í flatarglompu á 18. en með töfrahöggi upp úr glompu, sem fór beint ofan í holu innsiglaði hann sigurinn á RBC Heritage (s.s. sjá má í myndskeiðinu hér að neðan).
Forystumaðurinn fyrir lokahringinn, Luke Donald, varð í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Kuchar, en Donald lék á samtals 10 undir pari, 274 höggum (79 68 66 69).
Þriðja sætinu deildu síðan Ben Martin og John Huh en öðru höggi á eftir; á samtals 9 undir pari, hvor og í 5. sæti urðu síðan bandarísku kylfingarnir Brian Stuard og Scott Brown á 7 undir pari, hvor.
Til þess að sjá lokastöðuna á RBC Heritage mótinu SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á RBC Heritage mótsins SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024