Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2014 | 13:00

Champions Tour: Jimenez sigraði á Greater Gwinnett Championship

Spænski kylfingurinn Miguel Angel Jimenez sigraði á 1. móti sínu, sem hann tekur þátt í á Champions Tour: Greater Gwinnett Championship, sem fram fór á TPC Sugarloaf, í Duluth, Georgiu.

Sigurskor Jimenez var 14 undir pari, 202 högg (65 70 67).

Í 2. sæti var Þjóðverjinn Bernhard Langer, tveimur höggum á eftir Jimenez á samtals 12 undir pari, 204 höggum (68 68 68).

Í 3. sæti varð síðan Jay Haas, á samtals 10 undir pari og í 4. sæti varð Fred Couples á samtals 9 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Greater Gwinnett Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá Jimenez taka sigurpúttið á 1. móti sínu á Champions Tour og verða þar með sá 18. til þess að sigra í 1. móti sínu þar SMELLIÐ HÉR: