Hver er kylfingurinn: Miguel Ángel Jimenéz?
Miguel Ángel Jimenéz er fæddur 5. janúar 1964 í Malaga á Spáni og er því 50 ára gamall á þessu ári. Þ.a.l. hlaut hann nú í fyrsta sinn þátttökurétt á Champions Tour, þ.e. öldungamótaröð PGA Tour. Og hvað gerir Jimenéz hann sigraði á 1. móti sínu á þeirri mótaröð Greater Gwinnett Championship! Sigurinn kom eftir að Jimenéz hafði vikunni þar áður orðið í 4. sæti á Masters risamótinu!
En hver er kylfingurinn?
Jimenéz hefur verið kvæntur Monserrat Ramirez frá árinu 1991 og eiga þau tvo stráka, Miguel Ángel fæddan 1995 (19 ára) og Victor fæddan 1999 (14 ára).
Jimenéz hefur verið uppnefndur “vélvirkinn” (The Mechanic), vegna ástríðu hans að gera við fremur en keyra rándýra bíla, sérstaklega rauða Ferrari bílinn, sem hann á.
Jimenéz sigraði m.a. Lee Westwood í bráðabana á Omega Dubai Desert Classic-mótinu 2010 og vann sér þar með inn 50.000.000 króna í verðlaunafé.
Jimenéz spilaði fyrst á Evróputúrnum árið 1988 og tók stöðugum framförum næstu keppnistímabil. Hans fyrsti sigur var árið 1992, þegar hann vann Piaget Belgian Open.
Ferill hans hefir verið fremur skrikkjóttur en hann á þó 4 megintímabil árangurs.
Árið 1994 var hann í 5. sæti á European Tour Order of Merit.
Eftir nokkuð slæm tímabil kom hann aftur sterkur inn árin 1998 og 1999 og var í 4. sæti á Order of Merit tvö samfelld ár og sigraði á 4 mótum þ.á.m. hið virta Volvo Masters-mót. Árið 1999 varð hann einnig í 2. sæti á WGC-American Express Championship, sem er eitt af World Golf Championships og tók í fyrsta sinn þátt í liði Evrópu, sem keppti um Ryder bikarinn.
Árið 2004 var gott ár fyrir Jimenéz, sem lenti aftur í 4. sæti á evrópska Order of Merit, en það ár vann hann 4 mót á Evróputúrnum, meir en nokkur annar kylfingur það ár. Hann hélt áfram sigurgöngu sinni árið 2005, þegar hann vann Omega Hong Kong Open, sem var hluti Evrópumótaraðarinnar og Celtic Manor Wales Open.
Jimenéz hefur verið meðal 20 efstu á lista yfir bestu kylfinga heims, Official World Golf Rankings.
Jimenéz hefur gengið vel í liðakeppnum í golfíþróttinni, en hann var í liði Evrópu og Spáns þegar Evrópubúar sigruðu Alfred Dunhill bikarinn 1999 og 2000; Seve bikarinn 2000 og Ryder bikarinn 2004. Þess má geta að Jimenéz óskar sér einskis framar en að mega keppa um Ryder bikarinn, fyrir hönd Evrópu, nú í ár 2010.
Árið 2005 vann Miguel Ángel Jimenéz tvímenning í golf ásamt Andrés Jimenéz á La Cala golfvellinum í Andalucia á Spáni.
Á árinu 2008 var loks enn eitt góða tímabilið í golflífi Jimenéz, er hann sigraði tvívegis og öðlaðist þar með þátttökurétt í liði Evrópu um Ryder bikarinn 2008. Það ár varð hann í 4. sæti á Order of Merit.
Að lokum mætti geta þess að Miguel Ángel Jimenéz er nú í dag nr. 33 á lista yfir bestu kylfinga heims (Official World Golf Ranking) og á eflaust eftir að hækka vegna góðrar frammistöðu á Champions Tour.
Heimild: Wikipedia
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024