Hver er kylfingurinn: Lee Westwood? (4/4)
Lee Westwood á heimslistanum
Westwood komst fyrst á topp-10 á heimslistanum í júlí 1998 og var samtals 160 vikur á topp-1- frá þeim tíma og fram til ágúst 2001.
Um miðbik ársins 2002 var Westy ekki einu sinni meðal topp-100. Seint á árinu 2003 var hann hins vegar aftur meðal 100 bestu í heiminum og var á bilinu topp-20-topp-80 á árunum 2004-2007. Snemma árs 2008 sneri hann aftur á topp-20 þar sem hann hefir verið mestan partinn síðan en nú í maí 2014 er hann hins vegar í 30. sæti heimslistans. Í árslok 2008 var hann líka stutt á topp-10 og síðan aftur 2009, eftir gott gengi á PGA Championship risamótinu 2009.
Þann 31. október 2010 varð Lee Westwood nr. 1 á heimslistanum og batt þar með enda á áralangt einveldi Tiger Woods á toppi heimslistans. Westy hélt 1. sætinu í 17 vikur áður en Martin Kaymer náði 1. sætinu, sem var þar í 8 vikur. Westy náði því að verða nr. 1 aftur eftir sigur á the Indonesian Masters 24. april 2011 og var þar í 5 vikur áður en Luke Donald náði sætinu af honum. Westy varði yfir 310 vikum á topp-10 í kringum 2012.
Ryder Cup þátttaka Lee Westwood
Það lítur ekkert út fyrir að Westwood verði með í Ryder Cup liði Evrópu í ár, 2014.
Hann hefir hins vegar tekið þátt í 8 slíkum mótum; fyrst árið 1997 þar sem félagi hans var landi hans Nick Faldo bæði í fjórbolta og fjórleik. Árið 1999 var hann félagi Darren Clarke og náði 2 stigum. í The Belfry árið 2002 var hann félagi Sergio García en sú samvinna gekk feykivel þeir unnu 3 leiki og töpuðu 1 leik.
Í Ryder Cup fyrir 10 árum sökkti Westwood pútti sem kom stigum liðs Evrópu í 14 og tryggði þar með að Ryder bikarinn yrði áfram í Evrópu. Evrópa vann síðan 19½–18½. Í þessu móti náði Westwood fyrsta sigri sínum í tvímenningsleik. Hann og Darren Clarke voru villtu kort fyrirliða árið 2006 og Westwood svo sannarlega endurgalt traustið með því að tapa ekki leik, en þar með endurtók hann góðan árangur sinn frá 2004. Hann er 8. árangursríkasti evrópski kylfingurinn hvað flest stig varðar.
Í 2008 Ryder Cup var Westwood í fyrsta skipti ekki með, eftir mjög umdeilda ákvörðun fyrirliðans Nick Faldo. Evrópska liðið tapaði fyrir því bandaríska 16½–11½.
Í október 2010, var Westwood aftur með í Rydernum og þá sigraði lið Evrópu aftur með 1 stigi.
Ferill Westwood í Ryder bikarskeppninni er eftirfarandi:
Tvímenningar: 7 leikir, Vann 2, Tapaði 5, Jafnt 0 Fjórleikir: 13 leikir, Vann 7, tapaði 2, Jafnt 4. Fjórbolti: 13 leikir. Vann 7, tapaði 4, jafnir 2.
Einkalíf Lee Westwood
Westwood kvæntist Laurae Coltart, sem er systir skoska Ryder Cup leikmannsins Andrew Coltart,í janúar 1999. Þau hjón eiga tvö börn Samuel Bevan og Poppy Grace. Westy og Darren Clarke eru góðir vinir enda frammistaða þeirra í Rydernum eftirminnileg; þeir hafa m.a. átt saman einkaflugvél. Lee býr með fjölskyldu sinni í Palm Beach Gardens, Flórída í húsi þar sem er frábært útsýni á 14. flöt Old Palm Golf Club.
Árið 2007, fékk Westwood heiðursdoktorsvísíndagráðu við Nottingham Trent University. Íþróttamiðstöð háskólans er nefnd í höfuðið á Westy og heitir the Lee Westwood Academy og hlaut það nafn 5. febrúar 2009, Í heiðursskyni fyrir vinnu Westy með ungum kylfingum hlaut hann ‘Spirit of Golf’ Award“ breska golfsambandsins rétt fyrir Opna breska en það er heiðursviðurkenning , sem áður var veitt Gary Player og Tony Jacklin.
Meðal áhugamála Westwood eru kvikmyndir, snóker og hraðskreiðir bílar. Hann er líka mikill fótbotlaaðdáandi og heldur með og styður Nottingham Forest. Westwood fylgist líka með fótboltaliði í Dumfries sem heitir Queen of the South, líklega vegna mágs síns Andrew Coltart, sem er mikill stuðningsmaður þessa skoska klúbbs.
Umboðsfyrirtæki sem sér um öll mál Westwood er International Sports Management
Loks mætti geta þess að meðal annarra heiðursviðurkenninga sem Lee Westwood hefir hlotið er Officer of the Order of the British Empire (OBE) en orðuna hlaut hann 2011, fyrir frábær störf í þágu breska konungsveldisins (þ.e. fyrir að skara fram úr í golfíþróttinni).
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024