Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU. Mynd: ETSU
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2014 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst lauk leik í 29. sæti

Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2013, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU „The Bucs“ luku leik í gær á Atlantic Sun svæðismótinu.

Leikið var á golfvelli  The Legends at Chateau Elan í Braselton, Georgíu.

Þátttakendur voru 50 frá 10 háskólum.

Guðmundur Ágúst lék samtals á 16 yfir pari, 232 höggum (74 80 78) og hafnaði í 29. sæti í einstaklingskeppninni. Lið Guðmundar ETSU varð í 3. sæti í liðakeppninni en skor Guðmundar taldi ekki.

Til þess að sjá lokastöðuna á Atlantic Sun svæðismótinu  SMELLIÐ HÉR: