Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2014 | 11:00

Stenson að stíga upp úr flensu

Henrik Stenson vonast til að geta spilað vel í Volvo China Open, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum,  þrátt fyrir að hann sé ekki orðinn 100%.

Svíinn hefir ekki náðum himinhæðum velgengni sinnar frá árinu 2013 það sem af er árs, en hefir sýnt ýmis batamerki m.a. var hann T-14 í The Masters risamótinu í byrjun mánaðarins.

En Stenson hefir verið í lamasessi að undanförnu vegna flensu og tók þ.a.l. ekki þátt í Pro-Am mótinu í Shenzhen Genzon Golf Club.

„Ég er bara að stíga upp úr flensu ef ég á að segja satt,“ sagði Stenson, sem er sigurstranglegastur að mati veðbanka.

„Ég er enn svolítið veikburða eftir að hafa legið  s.l. 36 klst. í rúminu en ég er að braggast og vonandi get ég hvílst og drukkið mikið af vökva og verið í betra formi á morgun (fimmtudag) og mæti reiðubúinn til leiks.“

Stenson segir að þreyta hafi verið vandamál það sem af er árs og kennir henni um slaka byrjun á árinu.

„Þetta eru svolitlir timburmenn frá síðasta ári eftir svona mikla velgengni og allar skuldbindingarnar sem þarf að mæta vegna þeirra,“ bætti hann við.

„Ég hef í raun aðeins átt 2 vikna frá frá þessu öllu og það hefir verið erfitt að byrja nýtt tímabil þegar maður er svona orkulítill. En að öðru leyti er ég allur að koma til.“

„Ég byrjaði ekki vel á s.l. keppnistímabili þannig að ég er í sömu stöðu og núna þegar við förum inn í sumarið. Ég spilaði ansi vel á The Msters án þess að negla neitt, en ég er ánægður með leik minn.“

„Það var ekkert á dagskrá að vera með flensu á 20. Volvo China Open, en ég er hér og mun gera mitt besta.“