Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2014 | 10:00

Tiger stendur fyrir áhugamannamótaröð

Tiger Woods stendur fyrir nýrri áhugamannamótaröð þar sem m.a. er spilað á golfvöllum á borð við Merion og Congressional.

The Tiger Woods Foundation, sem rekur m.a. 7 golfskóla og the Earl Woods Scholarship Program, hefir staðið í fjáröflun til þess að halda starfseminni gangandi einkum í gegnum 5 viðburði: Tiger Jam í Las Vegas (tónleikar og póker kvöld) og  Tiger Woods Invitational (einkamót fyrir styrktaraðila á  Pebble Beach). Stofnunin græðir líka á Quicken Loans National and Deutsche Bank Championship á PGA Tour, og 18 þátttakenda móti Tiger í desember:  World Challenge.

Þessi nýja mótaröð Tiger nefnist: Tiger Woods Charity Playoffs. Þetta er mótaröð áhugamanna, sem stendur í 5 mánuði á 8 golfvöllum og í verðlaun fyrir þá sem efstir eru eftir 5 mánuði er lokamót í  t Orlando, Flórída í lok árs.

Telja verður verðlaunin fremur lummuleg í ljósi gríðarhárra verðlauna sem Tiger fær í hvert sinn og spurning hvort þátttaka yrði ekki meiri ef verðlaun væru veglegri.

Þessi mótaröð er aðallega fyrir þá sem hafa nægileg fjárráð til að styrkja góðgerðarverkefni Tiger og sem hafa ráð á að ferðast milli stórglæsilegra golfvallanna, sem eru víðs vegar um Bandaríkin og láta sér nægja að í verðlaun sé gisting í 2 dag og lummulegt lokamót í Orlando, Flórída (borga þarf flugferðir á staðinn sjálfur(  þar sem stjarnan (Tiger)  ætlar að láta sjá sig og taka í hönd verðlaunahafanna (sem búnir eru að vera duglegir að styrkja hann í 5 mánuði þar á undan).

„Stofnun mín (sú sem áhugamennirnir styrkja) veitir virkilega frábæra reynslu og þessi mótaröð veitir öllum tækifæri að spila á svölum völlum í góðgerðarskyni,“ sagði Tiger þegar nýja mótaröðin var kynnt.

Til þess að geta tekið þátt í nýju mótaröðinni verða keppendur (2 í liði) að greiða $ 500 þátttökugjald (u.þ.b. 60.000), hvor og þar að auki að heita           $ 1.000 (u.þ.b. 120.000 ísl. kr.) til góðgerðamála og auk þess vera með markmið um fjáröflun (til góðgerðastofnunar Tiger).  Liðið með lægsta skorið og hvaða lið sem er, sem safnar meira en $ 10.000,- til góðgerðamála fyrir Tiger fær í verðlaun þátttökurétt í Charity Playoff Finals 1. – 2. desember 2014.

Í því er innfalið 2 dagar í golfið, 2 nátta gisting á Four Seasons Resort í Walt Disney World Resort, einkasýning Woods og móttaka hans og annarra PGA stjarna og boðsmiði á World Challenge. Liðið sem aflar Tiger mestu fé mun þar að auki fá að taka þátt í 3 pro-am mótum á PGA Tour 2015.

Fyrsta mótið á nýju mótaröðinni fer fram 27. maí í Cascata í Las Vegas.  Vellirnir sem spilað er á eru:  Congressional, Merion, Trump National í New Jersey, Sherwood Country Club í Thousand Oaks, Kaliforníu., Pelican Hill í Newport Beach,Kaliforníu, Innisbrook í Florida og Myopia Hunt norður af Boston.

Flestir eru þetta einkagolfvellir þ.á.m.  Myopia Hunt fyrir utan Boston, þar sem Opna bandaríska risamótið fór fram 4 sinnum á árunum milli 1898 og 1908 og þar sem fengust einhver hæstu skor í sögu Opna bandaríska.

Nú þegar hefir 31 kylfingur skráð sig í mótið í Merion, þar sem Opna bandaríska hefir 5 sinnum farið fram.

„Við vildum ná til nýrra þátttakenda, áhugamanna, sem geta spilað á þessum frábæru völlum og aflað peninga til góðgerðarstarfsemi,“ sagði talsmaður stofnunar Tiger, Emily Taylor.

Hægt er að skrá sig í mótaröðina með því að SMELLA HÉR: 

Taylor sagði að stofnunin væri ekki að setja markmið um hversu mikla peninga ætti að afla.  Allur ágóði myndi renna til Tiger Woods Learning Centers —aðallega til Anaheim, Kaliforníu., einnar golfkennslustofnunarinnar í Florida, tveggja í Philadelphia og þriggja á Washington, D.C., svæðinu — og síðan til Earl Woods Scholarship Program. Sumt af peningunum yrði síðan skipt milli stofnunari Tiger og staðbundinna góðgerðarverkefna, sérstaklega ef ekki er fyrir hendi golfskóli á staðnum þar sem mótið fer fram.