Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2014 | 14:00

LPGA: Schreefel fékk $100þ fyrir ás!

Hinn hollenska Dewi Claire Schreefel var ekkert að vinna mót núna um helgina  …. hins vegar vann hún sér inn $100,000 fyrir að fara holu í höggi á  Swinging Skirts LPGA Classic…. sem er kannski alveg jafnsætt!

Schreefel fékk ás á 157 yarda (143 metra) par-3 12. brautina og notaði 7-járn við höggið góða á sunnudeginum í Lake Merced golfklúbbnum, í Daly City, Kaliforníu.

Ásaverðlaunin veglegu voru fjármögnuð af China Trust Bank. Schreefel grínaðist með að þetta yrði líklegast hæsti launatékki hennar á árinu og sagði við sjálfa sig þegar hún gekk upp 18. braut: „Vá, þetta er meira virði en bíll!“

Þetta er 2. ás hinnar 28 ára Schreefel á ferlinum, en sá fyrsti í móti á LPGA mótaröðinni.  Hún lauk leik í mótinu á samtals 4 yfir pari, 202 höggum, en á lokahringnum lék hún á 1 undir pari, 71 höggi!

Þetta var 2. ásinn á sunnudeginum á Swinging Skirts en Jimin Jang fór holu í höggi á par-3 3. holunni, sem er 164 yardar (150 metrar).  Hún sagði ekki hvaða kylfu hún hefði notað til verksins.