Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2014 | 00:30

Champions Tour: Langer með 3. högga forystu á Insperity Inv. e. 2. dag

Þýski kylfingurinn Bernhard Langer leiðir eftir 2. dag Insperity Invitational, sem er mót vikunnar á Champions Tour.

Langer er búinn að spila á samtals 134 höggum (66 68).

Í 2. sæti 3 höggum á eftir er Colin Montgomerie, Monty á 137 höggum (71 66).

Þriðja sætinu deila 3 kylfingar, allir á 6 undir pari, 138 höggum, hver: þ.e. Esteban Toledo, Bart Bryant og Gary Hallbert.

Til þess að sjá stöðuna á Insperity Invitational e. 2. dag SMELLIÐ HÉR: