Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 19. 2014 | 22:00

PGA: Brendan Steele leiðir e. 1. dag Travelers Championship

Það er bandaríski kylfingurinn Brendan Steele sem leiðir á Travelers Championship, en mótið hófst í dag á TPC River Highlands, í Cromwell, Conneticut.

Steele átti glæsihring upp á 8 undir pari, 62 högg!!!

Steele komst m.a. í golffréttirnar þegar hann og Keegan Bradley sigruðu á Franklin Templeton Shootout 2011 (Sjá frétt Golf 1 með því að SMELLA HÉR:) og þegar kylfusveini Steele var vísað úr Bandaríkjunum fyrr á árinu, rétt áður en Steele átti að hefja keppni í Humana Challenge mótinu (Sjá frétt Golf 1 með því að SMELLA HÉR: )

Öðru sætinu deila þeir Bud Cauley og Ryan Moore, 1 höggi á eftir Steele, þ.e. á 63 höggum.

Hópur 6 kylfinga deilir síðan 4. sætinu á 64 höggum, hver þ.á.m. bandaríski kylfingurinn Chad Campbell.

Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti eftir 1. dag Travelrs Championship SMELLIÐ HÉR: