Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2014 | 08:00

GOB: Orri Ólafsson sigraði í Þjóðhátíðarmótinu

Opna Þjóðhátíðarmótið fór fram á Bakkakotsvelli í Mosfellsbænum 17. júní s.l. Þátttakendur voru 151.

Þjóðhátíðarmót GOB er orðinn árviss atburður –  létt og skemmtilegt 9 holu golfmót sem tekur stuttan tíma á sjálfan Þjóðhátíðardaginn. Mótið er ávallt punktamót með forgjöf og má spila fleiri en einn hring ef kylfingar kjósa og er þá greitt fyrir hvern spilaðan hring.

Úrslit í opna þjóðhátíðarmóti GOB urðu sem hér segir: 

1. sæti: Orri Ólafsson GOB (24 punktar)  – Hann hlaut í verðlaun gjafabréf frá Hole in One upp á kr. 40.000,-

2. sæti: Kristján Sigurðsson GR (23 punktur) – Hann hlaut í verðlaun gjafabréf frá Ellingsen upp á kr. 30.000,-

3. sæti: Einar Bjarni Sigurðsson GOB (22 punktur) – Hann hlaut í verðlaun gjafabréf frá Ellingsen upp á kr. 20.000,-

4. sæti: Arnar Bjarnason  GR (20 punktar) (með fleiri punkta á síðustu þremur holunum) – Hann hlaut í verðlaun gjafabréf frá Hole in One upp á kr. 15.000,-

5.  sæti: Sigríður Ingibjörg Sveinsdóttir GOB (20 punktar) – Húnhlaut í verðlaun gjafabréf frá Ellingsen upp á kr. 10.000,-

 

Nándarverðlaun – Hver verðlaunahafi hlaut í verðlaun kr. 10.000 gjafabréf frá Hole in One: 

1) Páll Guðmundsson (3,17m)
2) Eyþór Ágúst Kristjánsson (1,22m)
3) Gunnar Ingi Björnsson (0,45m)
4) Þröstur Leví (1,36m)
5) Þorsteinn Hauksson (0,50m)
6) Páll Antonsson (0,91m)
7) Pétur Pétursson (í holu) (vann eftir hlutkesti)
8) Vitor Manuel Guerra Charrua (0,30m)
9) Skúli Sighvatsson (0,32m)

Hægt er að vitja verðlauna í skálanum eftir kl. 14:00 hinn 18. júní.