Bjarki Pétursson competed against Kristján Þór Einarsson in the Men´s Finals. Here Bjarki is on the 10th tee of Golf Club Keilir in Hafnarfjörður. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2014 | 12:45

Eimskipsmótaröðin 2014 (4): Kristján Þór og Bjarki – Tinna og Karen keppa til úrslita um Íslandsmeistaratitlana í holukeppni!

Í morgun fóru fram undanúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni.

Golf 1 var á staðnum og má sjá myndaseríu frá undanúrslitunum með því að SMELLA HÉR: 

Í karlaflokki mættust Kristján Þór Einarsson, GKJ og Haraldur Franklín Magnús, GR annars vegar og Stefán Már Stefánsson, GR og Bjarki Pétursson, GB hins vegar.

Leik Kristján Þórs og Haraldar Franklín lauk með sigri Kristjáns Þór 2&1.

Bjarki vann Stefán Má á 20. holu

Í kvennaflokki mættust systurnar Karen, GS og Heiða, GKJ Guðnadættur og þar hafði Karen betur 4&3. Í hinum leiknum mættust frænkurnar og heimakonurnar Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Tinna Jóhannsdóttir, GK og þar sigraði Tinna 2&1.

Úrslitaleikirnir eru hafnir en þar leika Bjarki Pétursson og Kristján Þór Einarsson um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni og eins Karen Guðnadóttir, GS og Tinna Jóhannsdóttir, GK, um Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki.

Fylgjast má með úrslitum á golf.is en komast má inn á síðuna með því að SMELLA HÉR: