Ólafur Björn Loftsson, NK. Mynd: Í eigu Ólafs
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2014 | 09:15

Ólafur Björn 25. í lokaúrtökumóti f. Opna breska

Ólafur Björn Loftsson, NK, lauk keppni í 25. sæti á lokaúrtökumótinu fyrir Opna breska meistaramótið sem fram fór á  Glasgow Gailes vellinum.

Ólafur Björn lék samtals á 6 yfir pari, 148 höggum (75 73).

Nokkrir þekktir kylfingar léku í mótinu, en 7 efstu komust á Opna breska, þ.á.m. kylfingarnir Rhys Davis, frá Wales og Skotarnir Marc Warren og Scott Jamieson, en allir spila þeir á Evrópumótaröðinni.

Sjá má lokastöðuna í lokaúrtökumótinu fyrir Opna breska með því að SMELLA HÉR: 

Um frammistöðuna í mótinu skrifaði Ólafur Björn eftirfarandi á facebook síðu sína:

„Endaði í 25. sæti í lokaúrtökumóti fyrir Opna breska og náði ekki að tryggja mér sæti í mótinu. Ég lék á 75 (+4) og 73 (+2) höggum á Glasgow Gailes vellinum en einungis 7 leikmenn náðu að leika undir pari. Spilamennskan hjá mér var í heildina nokkuð góð. Ég fór að spila sóknargolf þegar leið á fyrri hringinn en það gekk einfaldlega ekki eftir í þetta skiptið. Umgjörðin var annars frábær í mótinu, mjög flottur völlur og fullt af áhorfendum. Margir kylfingar af evrópsku mótaröðinni tóku þátt og þessir dagar fara bara í reynslubankann. Ég er kominn heim til Íslands og er þessa stundina að meta stöðuna varðandi næstu verkefni.“

Ólafur Björn Loftsson, NK. Mynd: Í eigu Ólafs

Ólafur Björn Loftsson, NK. Mynd: Í eigu Ólafs