Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2014 | 19:00

Piltalandsliðið lagði Íra

Piltalandsliðið í golfi hafði betur í holukeppni við Íra með 3,5 vinningum gegn 1,5.

Virkilega vel gert hjá piltunum okkar.

„Við unnum magnaðan sigur á Írum i æsispennandi leik, 3,5-1,5!  Ekki á hverjum degi sem við vinnum Íra“ sagði Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari.  „Strákarnir voru frábærir og sýndu mikinn baráttuvilja, en þetta hefði getað farið a hvorn veg, en við vorum sterkari á lokasprettinum.“

„Sigurinn þýðir að við erum þegar búnir að tryggja sæti okkar i EM lokakeppninni a næsta ári sem er mikið afrek að mínu mati. Á morgun mætum við Frökkum sem urðu Evrópumeistarar i fyrra. Nú hlöðum við batteríin fyrir morgundaginn og komum vel stemmdir til leiks á morgun,“ sagði Úlfar hress að bragði eftir sigurinn góða.