Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2014 | 20:00

Evróputúrinn: Broberg, Gonzales og Warren leiða í hálfleik á Opna skoska – Hápunktar 2. dags

Það eru sænski frændi okkar Kristoffer Broberg, Ricardo Gonzalez frá Argentínu og heimamaðurinn Marc Warren sem eru jafnir í efsta sæti á Opna skoska, sem fram fer á Royal Aberdeen.

Allir eru þeir búnir að leika á samtals 6 undir pari, 136 höggum, hver;  Broberg (65 71); Gonzalez (65 71) og Warren (67 69).

Í 4. sæti er Justin Rose, höggi á eftir á samtals  5 undir pari og í 5. sæti er David Howell, enn öðru höggi á eftir, á samtals 4 undir pari.

Rory, sem leiddi eftir 1. dag átti afleitan dag, lék á 7 yfir pari, 78 höggum og er hvorki meira né minna en 14 högga sveifla milli hringja hjá honum, sem leiddi til að hann féll úr 1. sætinu niður í 34. sætið.

Margir þekktir og góðir komust ekki í gegnum niðurskurð í mótinu þ.á.m. Lee Westwood, Jonas Blixt, Kevin Stadler og Nick Faldo.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Opna skoska SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Opna skoska SMELLIÐ HÉR: