Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2011 | 09:00

Aðalfundur GL í golfskálanum kl. 18:00 í dag – Samningur um nýja vélaskemmu undirritaður 5. des

Golfskáli GL, þar sem aðalfundur fer fram í kvöld kl. 18:00. Mynd: Golf 1.

Á heimasíðu GL er eftirfarandi fundarboð:

„Aðalfundur er boðaður miðvikudaginn 7. des.kl. 18.00 í golfskála félagsins. Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt 8. lagagrein félagsins og lagabreytingar á 3. gr. í lögum Golfklúbbsins Leynis.“

Þórður Emil Ólafsson, formaður GL og Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri Akraness við undirritun vélaskemmusamningsins 5. desember 2011. Mynd: af heimasíðu GL.

Helstu fréttir úr klúbbnum eru þær að í fyrradag var undirritaður samningur við Akranesskaupstað um byggingu nýrrar 500 fermetra vélaskemmu fyrir GL. Á heimasíðu GL segir að Akraneskaupstaður styðji vel við bakið á GL í þessum framkvæmdum og að vonast sé til að framkvæmdir geti hafist fljótlega.