Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2019 | 17:00

„Að segja að Trump svindli er eins og að segja að Michael Phelps syndi!“

„Að segja að (Donald) Trump svindli er eins og að segja að Michael Phelps syndi!“

Þetta segir fyrrum íþróttafréttapenni Sports Illustrated Rick Reilly, sem hefir látið fara frá sér bók, sem ber titilinn: „Commander in Cheat: How Golf Explains Trump“.

Trump Bandaríkjaforseti sést oft á golfvöllum, með golfbíla fulla af öryggisvörðum og hann á 14 golfklúbba – þ.á.m. hinn fræga Trump Turnberry í Skotlandi.

En ef þið væruð að spila golf við Trump, þá varið ykkur,“ segir Reilly í bók sinni.

Hann svindlar á hæsta stigi. Hann svindlar þegar fólk fylgist með og hann svindlar þegar það fylgist ekki með“ segir hann í nýjustu bók sinni, sem kom út nú í vikunni.

Hann svindlar hvort sem ykkur líkar það eða ekki. Hann svindlar vegna þess að þannig spilar hann golf … ef þið spilið við hann þá mun hann svindla.

Golf er heiðursmannaíþrótt þar sem kylfingar gera vart um það þegar þeir hafa brotið reglur eða ef þeir eru í mótum þá kalla þeir til dómara til þess að skera úr um vafaatriði.

Reilly hefir talað við fullt af kylfingum, bæði atvinnukylfinga og áhugamenn, sem hafa verið á vellinum með Trump. Rokkarann Alice Cooper t.a.m. og fyrrum hnefaleikamanninn Oscar De La Hoya. Þeir eru meðal þeirra sem Reilly hefir rætt við um Trump.

Aðrir hafa einnig dregið í efa hversu mikill heiðursmaður Bandaríkjaforseti er.

Við sáum að hann húkkaði boltann í vatnið á Trump National  [í Bedminster, New Jersey] og kaddýinn hans sagði að hann hefði fundið boltann,“ sagði Hollýwood leikarinn Samuel L. Jackson í viðtali 2016.

Norska frænka okkar, LPGA stjarnan Suzann Pettersen hefir einnig varpað ljósi á Trump og kaddýinn hans, sem Trump n.b. borgar.

Þannig sagði Suzann m.a í norsku dagblaði á síðasta ári.: „Það skiptir ekki máli hversu langt hann slær boltann inn í skóg, hann er alltaf á miðri braut þegar við komum að honum (boltanum)!

Skv. Reilly gefur Trump líka lítið fyrir ævafornar golfhefðir eins og að taka derið að ofan þegar tekist er í hendur í lok hrings eða taka derið niður í klúbbhúsinu. Og hann ekur jafnvel golfbílnum sínum beint á flöt.

En Trump er fínn kylfingur að mörgu leyti. Sumir hafa hins vegar dregið í efa forgjöf hans en hann segist leika með forgjöf 2,8.

Það er skrítið í ljósi þess að 18 faldur risamóts sigurvegarinn Jack Nicklaus, sem er 7 árum eldri en Trump er með 3.4 í fogjöf.

Ef Trump er með 2.8 í forgjöf þá er Elísabet drottning stangarstökkvari,“ segir m.a. í bók Reilly.

Trump hefir alltaf neitað því að hafa svindlað þegar siðferði hans í íþróttum hefir verið dregið í efa, þ.á.m. þegar Reilly talaði um það sem hluta af rannsókn Washington Post á svindli Trump í golfi 2015.

Ég hef alltaf talið hann vera hörmulegan (golffrétta)ritara,“ sagði Trump aðspurður um bókina. „Ég myndi segja að hann væri mjög óheiðarlegur (golffrétta)ritari.

Tiger Woods, sem stundum spilar með Trump, sagði eitt sinn að golfið væri svo frábært vegna þess að það endurspeglaði lífið sjálft þ.e. við hegðuðum okkar svipað á golfvellinum og í daglegu lífi. Hvað segir það um Trump?