Adam Scott hermir eftir Tiger aftur… og aftur!
Charles Caleb Colton skrifaði eitt sinn: „Að herma/stæla er einlægasta form skjalls.” (Ens.: „Imitation is the sincerest form of flattery.“) Ef svo er þá hlýtur Tiger að finnast Adam Scott hreint og beint elska sig. Það er kunnara en frá þurfi að segja að Adam Scott var algerlega heillaður af golfsveiflu Tigers og reyndi að stæla hana eins og hann gat. Og hann gerði það svo vel að sveifla hans lítur út eins og kópía af sveiflu Tiger, þar til Tiger fór að rugla hana til fyrir u.þ.b. 10 árum. En ef þið lítið á sveiflu Adams nú er það enn sama sveiflan. Hann er eins og mannleg tímavel sem geymir eðalsveiflu Tigers frá því í kringum árið 2000. Sjáið mynd af baksveiflu Tigers og Adam Scott hér að neðan:
En sveiflan er ekki það eina sem Adam hermdi eftir Tiger. Adam réði fyrrum sveifluþjálfa Tiger, Butch Harmon, til þess að fullkomna og viðhalda sveifluklóninn. Sönnun um áhrif Butch er hægt að fá ef horft er á upphitunarrútínu Adam, þar sem hægt er að sjá hann nota gripið sem Butch kennir. Á (golf)útbúnaðarhliðinni, skrifaði Adam undir styrktarsamning við Titleist, sem áður var með samning við Tiger. Svo eftir að Tiger rak kaddýinn sinn, úrilla Steve Williams, hver var það sem bjargaði honum frá atvinnuleysi? Adam… auðvitað. Og nú (í ár) hermdi Adam eftir Tiger með því að sigra á World Golf Championships-Bridgestone Invitational í Firestone Country Club 2011, á velli þar sem Tiger hefir unnið 7 sinnum.
Er eitthvað eftir sem Adam getur stælt? Mjög auðvelt væri fyrir hann að klæðast rauðu á sunnudögum. Það sem er öllu erfiðara er að stæla Tiger þannig með því að fara að vinna risamót. Kannski Adam reyni að „deita” annan Nordegren tvíburanna. Ef hann kvænist öðrum og fer síðan að halda fram hjá henni væri hann sem Tiger holdi klæddur!
Heimild: Grouchy Golf Blog
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024