Adam Scott segir breytingar á leik sínum farnar að bera árangur
Adam Scott segir breytingar sem hann hafi gert sl. 2 ár séu byrjaðar að skila árangri og hann sé farinn að eygja sigur aftur í mótum eftir langan tíma.
Breytingar sem Scott hefir gert eru m.a. á þjálfurum, púttstíl, hann spilar í 3 mótum samfellt og tekur svo frí og reynir að spila í mótum fyrir öll 4 risamótin.
Ferlið sem hann vann eftir náði lágpunkti sínum fyrsta helming sl. árs þegar Scott var m.a. í vandræðum að komast inn á Opna bandaríska og féll niður í 76. sætið á heimslistanum.
En fyrrum nr. 1 á heimslistanum segir svartasta skammdegið að baki og varð m.a. í 2. sæti á eftir Justin Rose á Torrey Pines og er kominn upp í 31. sæti heimslistans nú.
Þó að næstum 3 ár séu frá sigri Scott nú þá finnst honum hann vera við það að ná toppformi á nýjan leik og er nú að undirbúa sig fyrir Pebble Beach Pro Am í Kaliforníu.
„Ég hef gert mikið af breytingum á nokkrum sl. árum og tel leik minn vera nærri því (að vera aftur á þeim stað sem hann vill að leikur sinn sé).“
„Augljóslega þá er ein vika (á Torrey Pines) enginn samanburður við 3 samfelld ár þar sem ég spilaði á hæsta stigi (milli 2013-2016).“
„En ég sé nú að ef ég spila vel þá er golfleikur minn aftur á hæsta stigi, sem er hvetjandi,“ sagði Scott í viðtali við AAP sl. miðvikudag.
Scott endurnýjaði kynnin við fyrrum sveifluþjálfara sinn og mág Brad Malone, sem vann með Scott fyrir sögulegan sigur hans á Masters 2013 á Augusta National.
Á Torrey Pines í sl. mánuði gekk Scott vel með nýtt púttgrip og var meðal bestu 15 á flötunum á Farmers Insurance Open.
„Ef þið spyrjið Brad, þá er ég að sveifla kylfunni virkilega vel og það eykur sjálftraustið sem hleðst upp næstu mánuði og er virkilega jákvætt fyrir risamótin og stóru mótin á þessu ári,“ sagði scott.
„Nú líður mér eins og ég muni ná að skora vel í hvert skipti sem ég tía upp og ég hef ekki fundið fyrir þeim stöðugleika í nokkurn tíma. Ég er á leið að ná þessu aftur,“ sagði Scott m.a.
Scott, 38 ára, sem er faðir tveggja barna Bo Vera (fædd 15. febrúar 2015) og Byron (18. ágúst 2017) hefir einnig gert breytingar í samræmi við breytingar sem PGA Tour gerði á mótaskránni, þ.e. að færa mót 1 mánuði framar.
Scott tekur nú í 3. sinn þátt í Pebble Beach Pro Am, en venjulega myndi hann enn vera í fríi í Ástralíu.
Meðal annarra ástralskra keppenda eru m.a. Jason Day, sem varð í 2. sæti á Pebble Beach á sl. ári og eins Aaron Baddeley, Rod Pampling John Senden, Matt Jones, Curtis Luck, Ryan Ruffels og Cameron Davis.
Keppt verður venju skv. á 3 völlum þ.e. Pebble Beach Golf Links, Spyglass Hill og velli Monterey Peninsula Country Club.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024