Adam Scott
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2012 | 13:00

Adam Scott sér enga ástæðu til að banna bumbupútterana

Adam Scott, sem nú leiðir á WGC HSBC mótinu í Mission Hills ásamt Louis Oosthuizen, eftir 1. dag mótsins, er síðasti kylfingurinn, sem blandað hefir sér í bumbupútteraumræðuna. Hann sér enga ástæðu til þess að banna bumbupúttera (ens. Belly putters) líka nefndir langir pútterar eða magapútterar hér á landi.

„Hver eru rök þeirra (USGA og R&A) fyrir að vilja líta á þá (pútterana) núna? Enginn hefir fært mér nein góð rök fyrir því“ sagði Scott.

„Ég myndi vera undrandi ef þeir yrðu algerlega bannaðir; en það verður bara að taka á því ef það gerist.“

„Fyrir mig persónulega þá finnst mér það ekki mikið mál eins og nokkrum öðrum. Ég hef spilað á hæsta stigi golfleiksins með báðum tegundum púttera.“

„Ef litið er á tölfræðina í ár þá hef ég ekkert verið að pútta neitt betur; mér finnst bara gaman að pútta með þeim langa.“

Heimild: Sky Sports