Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2019 | 23:00

Aðeins 1 náði ekki niðurskurði í neinu risamótana 4 á þessu ári!

Af þeim, sem þátt tóku í öllum risamótunum 4 í karlagolfinu, var aðeins 1 sem ekki komst í gegnum niðurskurð í neinu þeirra.

Það er japanski kylfingurinn Shugo Imahara.

Imahira lék á Masters vegna þess að hefð er að mótshaldarar bjóði erlendum kylfingum þátttöku og var Imahara einn þeirra heppnu í ár; honum var boðið á PGA Championship vegna þess að hann er meðal topp-100 í heiminum; hann komst í gegnum úrtökumót í Japan og þannig á Opna bandaríska og hlaut þátttökurétt á Opna breska vegna stöðu sinnar á peningalista Japan Golf Tour.

Hins vegar voru 16 kylfingar sem náðu niðurskurði í öllum 4 mótum á þessu ári.

Meðal þeirra sem náðu í öllum mótum eru tveir allra bestu kylfingar heims: Brooks Koepka og Dustin Johnson. Koepka hefir þar að auki náð flestum niðurskurðum í röð á risamótum – eða hefir náð niðurskurði í 21 skipti – allt síðan 2013 á Opna breska í Muirfield.

16 er mesti fjöldi kylfinga, sem nær niðurskurði í risamótum allt frá árinu 2015, en þá náðu 18 kylfingar niðurskurði í öllum 4 risamótunum. Í fyrra (2018) voru hins vegar aðeins 11 kylfingar sem náðu niðurskurði í öllum 4 risamótunum.

Í aðalmyndaglugga: Shugo Imahara.