Aðeins 1 náði ekki niðurskurði í neinu risamótana 4 á þessu ári!
Af þeim, sem þátt tóku í öllum risamótunum 4 í karlagolfinu, var aðeins 1 sem ekki komst í gegnum niðurskurð í neinu þeirra.
Það er japanski kylfingurinn Shugo Imahara.
Imahira lék á Masters vegna þess að hefð er að mótshaldarar bjóði erlendum kylfingum þátttöku og var Imahara einn þeirra heppnu í ár; honum var boðið á PGA Championship vegna þess að hann er meðal topp-100 í heiminum; hann komst í gegnum úrtökumót í Japan og þannig á Opna bandaríska og hlaut þátttökurétt á Opna breska vegna stöðu sinnar á peningalista Japan Golf Tour.
Hins vegar voru 16 kylfingar sem náðu niðurskurði í öllum 4 mótum á þessu ári.
Meðal þeirra sem náðu í öllum mótum eru tveir allra bestu kylfingar heims: Brooks Koepka og Dustin Johnson. Koepka hefir þar að auki náð flestum niðurskurðum í röð á risamótum – eða hefir náð niðurskurði í 21 skipti – allt síðan 2013 á Opna breska í Muirfield.
16 er mesti fjöldi kylfinga, sem nær niðurskurði í risamótum allt frá árinu 2015, en þá náðu 18 kylfingar niðurskurði í öllum 4 risamótunum. Í fyrra (2018) voru hins vegar aðeins 11 kylfingar sem náðu niðurskurði í öllum 4 risamótunum.
Í aðalmyndaglugga: Shugo Imahara.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024