Rory og Erica Stoll McIlroy
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2017 | 08:00

Af hverju kvænist Rory í Ashford kastala? – Myndir

Allt er nú á fullu að undirbúa brúðkaup áratugarins, þegar kylfingur nr. 2 á heimslistanum Rory McIlroy mun gefa heitkonu sinni hinni bandarísku Ericu Stoll jáyrði sitt.

Athöfnin mun fara n.k. laugardag, 22. apríl 2017, í Ashford kastala í Mayo sýslu á Írlandi.

Af hverju Ashford kastali kunna einhverjir að spyrja?

Þegar Rory sleit trúlofun sinni við dönsku tennisstjörnuna Caroline Wozniacki eftir að búið var að senda brúðkaupsboðskortin út, þá hafði verið ákveðið að brúðkaup þeirra færi fram í New York.

Líklega hefir Rory ekki viljað endurtaka leikinn og velja stað brúðkaups síns í Bandaríkjunum, þaðan sem hin verðandi brúður er, heldur, eins og nú er komið á daginn, halda sig á heimavelli.

Ashford kastali er líka einn sá dýrasti á Írlandi, sem tekur að sér brúðkaup og skötuhjúin hafa dvalið þar a.m.k. 2 áramót, þannig að kastalinn virðist vera í uppáhaldi hjá þeim.

Hann er líka ævintýri líkastur eins og sjá má af nokkrum myndum hér að neðan:

Ashford Castle

Ashford Castle

Ashford kastali að kvöldlagi

Einn borðsala Ashford Castle

Ashford Castle

Ashford Castle

Ashford Castle

Ashford Castle