Af hverju valdi Olazábal ekki Harrington í Ryder Cup lið sitt?
Fyrirliði Ryder Cup José Maria Olazábal og Pádraig Harrington hafa löngum eldað grátt silfur saman. Þegar ljóst varð að Ollie eins og Olazábal er kallaður af vinum sínum hefði valið þá Ian Poulter og Nicolas Colsaerts í lið sitt en ekki Harrington urðu margir til að velta fyrir sér hvað ylli því?
Harrington lét hafa eftir sér eftir að ljóst var að hann yrði ekki í liðinu „að jafnvel hundarnir á götum úti hafi vitað að hann yrði ekki í liðinu.“
Ein kenningin er sú að þeir séu í grunninn gjörólíkir karakterar, sem m.a. sést á því að Ollie er vatnsberi (fæddur 5. febrúar 1966 og því 46 ára) og Pádraig, meyja (fæddur 31. ágúst 1971 og því að verða 41 árs). Fyrir þá sem eru eitthvað inni í stjörnumerkjum og trúa á þá speki er þetta næg skýring, fyrir aðra er þetta eins og hvert annað bull. Það er ekki að vatnsberum og fólki í meyjarmerkinu þurfi að koma illa saman, skoða þarf stjörnukortið í heild og þegar það er gert lýkst upp bók fyrir flestum, þegar kemur að köppunum tveimur.
Menn muna eftir Pádraig Harrington þegar hann kom til Íslands og spilaði í Canon Pro-Am mótinu á Hvaleyrinni árið 2002 ásamt Nick Dougherty … og ekki af góðu. Harrington hafði allt á hornum sér og þegar hann tapaði var stirðleikinn slíkur að hann fór bara og kvaddi engann. Þetta er mönnum enn minnisstætt mörgum árum síðar.
Eins á Harrington það til að vera hæðinn. Sérstaklega hefir ein uppákoman verið rifjuð upp, þegar Harrington og Olazábal kepptu við hvorn annan í úrslitatvímenningi á Seve Trophy í El Saler á Spáni, 2003. Þar benti Ollie á skemmdir í green-inu sem hann sagði vera fleygjárnsför. Harrington vildi að dómari yrði kallaður til og áður en sá kom var Ollie búinn að taka fram flatargafalinn og farinn að gera við flötina. Harrington á að hafa sagt hæðnislega við Olazábal þar sem hann var í jörðinni að gera við flötina: „Jæja, svo þú ert að sinna garðyrkjustörfum“ (ens: Doing a bit of gardening down there, are we?). Athugasemdin (en hana mátti túlka svo að Ollie væri að svindla) á að hafa farið svo í taugarnar á Olazábal að hann talaði ekki við Harrington það sem eftir var hringsins, en það var 15 holu þögn, þar sem atvikið átti sér stað á 3. flöt. Ollie gaf holuna fremur en að láta það koma upp að hann væri að svindla… og þeir skyldu jafnir á 18. holu.
Eftir hringinn sagði Harrington: „Það er ekki þess virði að tapa vináttu vegna þessa, en við lékum 15 skrítnar holur. Ég var ekki að draga í efa heilindi hans en það er það sem hann hélt og ég get séð hans hlið alveg 100%. Ég mun ekki fagna í kvöld og það er ekki svona sem ég vildi ná hálfum sigri.“ Það er einstaklega andstyggilegt að draga í efa heilindi meðspilara/keppenda sinna og væna þá um að vera svindlarar.
Hálfur vinningur Harrington nægði til þess að lið Breta&Íra (og Harrington) vann lið Meginlandsins (og Olazábal).
Aðspurður hvort þetta hefði átt þátt í ákvörðun hans að velja Harrington ekki í Ryder Cup liðið tæpum 10 árum síðar sagði Olazábal í viðtali við Irish Golf Desk:
„Ef fólk trúir að þetta atvik hafi áhrif á dómgreind mína, þá hefir það algjörlega rangt fyrir sér. Ef svo væri, væri ég að bregðast sem fyrirliði. Þannig að það er kjaftæði. Og það er að koma orðum að hlutnum mildilega.“
Það sem líklega skiptir meira máli í augum Olazábal er að hinir Poulter og Colsaerts hafa einfaldlega staðið sig betur. Colsaerts þó hann hafi enga Ryder Cup reynslu á við Harrington (er reyndar sá fyrsti frá Belgíu til að taka þátt í Ryder Cup) hefir verið að spila geysivel í ár og er sterkur í holukeppnum. Ian Poulter á frábæran feril á Ryder Cup. Það á Harrington líka, hefir í 25 leikjum sínum í keppninni unnið 9 sinnum, gert 3 sinnum jafntefli og tapað 13 sinnum. Hann hefir aðeins unnið 2 af síðustu 13 leikjum sínum, sem er ekkert sérlega góð frammistaða.
Þjálfarar landsliða (þ.á.m. landsliðsþjálfarinn okkar, Úlfar Jónsson) og þeim mun heldur fyrirliðar í stórkeppnum sem Ryder Cup VERÐA að líta á núverandi leikform leikmanns, en ekki hvernig hann hefir staðið sig í fjarlægri fortíð. Harrington hefir tekið þátt í 6 Ryder Cup mótum frá árinu 1999. Þeir sem vilja sjá hann í liðinu benda á bestu frammistöður hans í ár þ.e. 8. sæti á the Masters, 7. sæti á Irish Open og 4. sæti á US Open. Þess á milli hefir hann þó ekki náð niðurskurði þannig að leikur hans er langt því frá stöðugur.
Hvað sem öðru líður geta flestir þ.á.m. Harrington lifað við ákvörðun Olazábal að hafa valið Poulter og Colsaerts. Harrington lét hafa eftir sér í blaðaviðtali að hann væri alveg sáttur við hverja Olazábal hefði valið ef maður kæmist ekki í liðið af sjálfsdáðum gæti maður aldrei gengið út frá því sem sjálfgefnu að fyrirliðinn veldi mann. Olazábal hefði hringt í sig og þeir skilið sáttir.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024