Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Eiríkur Þór og Kristján – 26. ágúst 2015 – Uppskrift að afmælisbrownies fylgir!!!

Afmæliskylfingar dagsins eru Eiríkur Þór Hauksson og Kristján Vigfússon.  Eiríkur Þór er fæddur 26. ágúst 1975 og á því 40 ára stórafmæli. Kristján er fæddur 26. ágúst 1965 og á 50 ára merkisafmæli.

Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með afmælið hér að neðan

Eikíkur Þór Hauksson
Eiríkur Þór Hauksson · 40 ára (Innilega til hamingju með stórafmælið!!!)

1-kristjan

Kristján Vigfússon – 50 ára (Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Hudson, 26. ágúst 1945 (70 ára stórafmæli!!!); Howard K. Clark, 26. ágúst 1954 (61 árs); James Edgar Rutledge 26. ágúst 1959 (56 ára); Ben Martin, 26. ágúst 1987 (28 ára) og Stefanía Daney Guðmundsdóttir, GA, 26. ágúst 1997 (18 ára).

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is

NÝTT!!! UPPSKRIFT AÐ AFMÆLISBROWNIES MEÐ HINDBERJUM:
150 g dökkt súkkulaði
100 g smjör
100 g valhnetur
3 egg
350 g hveiti
1 matskeið kakó
2 teskeiðar matarsódi
2 matskeiðar vanillusykur
150 g sykur
1 hnífsoddur salt
100 g ljóst súkkulaði
60 g þeyttur rjómi
ca. 150 g hindber
Kakóduft til að skreyta með
Smjör og hveiti fyrir formið
Bökunarpappír

Svona er farið að: 

1. Dökka súkkulaðið er brytjað niður. Hitað með smjöri yfir vatnsbaði. Hnetur hakkaðar gróft. Egg slegin. Hveiti, kakó og matarsóda blandað saman í skál. Vanillusykur, sykur, salt, egg og súkkulaði-smjör mixi blandað saman.  Allt er slegið í slétt deig og hnetum bætt í.

2. Form (26 cm Ø) er smurt og hveiti stráð í. Deig sett í og sléttað.  Bakað við 175 °C í 25–30 mínútur. Tekið úr formi og látið kólna á kökugrind.
3. Nú er ljósa súkkulaðið hakkað. Þeytti rjóminn er hitaður og súkkulaðið látið bráðna í honum. Með tannstöngli eða álíka áhaldi eru boruð göt í kökuna og bráðnu súkkulaðinu hellt yfir. Sléttað, látið standa í  minnst 2 1/2 tíma. Skorið í sneiðar. Skreytt með hindberjum og kakódufti.

Um 45 mínútna bakstur. 2 1/2 stunda bið.  Kalóríur per sneið 420 kcal en í kökunni eru 12 sneiðar.