Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Alice Ritzman og David Allen Barr – 1. mars 2022

Afmæliskylfingar dagsins eru Alice Ritzman og David Allen Barr. Þau eru bæði fædd 1. mars 1952 og eiga því bæði 70 ára merkisafmæli í dag.

Ritzman lék á LPGA á árunum 1978-1998. Meðal mestu afreka hennar er að hafa fengið þrívegis örn á sama keppnishring í móti á LPGA, þ.e. í Colgate European Open 1979, en það hefir engri annarri tekist. Þegar Ritzman hætti á LPGA var hún með hæsta vinningsfé sigurlauss kylfings á mótaröðinni eða $1,490,016,-

David Allen Barr gerðist atvinnumaður í golfi 1974 og spilaði á Canadian Tour, PGA Tour og Champions Tour. Á ferli sínum sigraði hann 19 sinnum, m.a. tvívegis á PGA Tour.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Lárus Ýmir Óskarsson, 1. mars 1949 (73 ára); David Allen Barr, 1. mars 1952 (70 ára); Alice Ritzman, 1. mars 1952 (70 ára); Alicia Dibos, 1. mars 1960 (62 árs); Pat Perez, 1. mars 1976 (46 ára); Jón Hallvarðsson; 1. mars 1978 (44 ára); Sigurmann Rafn Sigurmannsson, 1. mars 1983 (39 ára); Islensk Grafik (53 árs); FashionMonster Sölusíða (42 ára); Opni Listaháskólinn (32 ára); Golfeuses de Lorraine …. og ….

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is