Afmæliskylfingur dagsins: Andrea Maestroni – 5. desember 2011
Það er ítalski kylfingurinn Andrea Maestroni, sem er afmæliskylfingur dagsins í dag. Andrea er fæddur 5. desember 1976 í Bergamo á Ítalíu og er því 35 ára í dag. Bergamo er staðurinn þar sem átrúnaðargoð Andrea, Constatino Rocca ólst upp, en Constatino átti einmitt 55 ára afmæli í gær og því 20 ár á milli þeirra næstum upp á dag. Andrea þekkir þennan fyrrum Ryder Cup leikmann vel og hefir þegið ráð frá honum allan feril sinn.
Andrea ólst upp í húsi, sem hefir gott útsýni yfir Garda golfvöllinn, en meðal félaga í Garda golfklúbbnum eru m.a. leikarinn góðkunni George Clooney. Þjálfari Andrea alla tíð hefir verið pabbi hans, Franco, sem er golfkennari. Golf er mikið í fjölskyldunni hjá Andrea, en frændi hans er líka atvinnumaður í golfi í Brescia. Andrea hefir nánast árlega frá því hann gerðist atvinnumaður í golfi þurft að fara í Q-school Evrópumótaraðarinnar og hefir pendúlast milli þeirrar raðar og Áskorendamótaraðarinnar. Andrea er mikill íþróttamaður og leggur mikið upp úr að vera í góðu formi.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Beverly Hanson, 5. desember 1924 (87 ára); Lanny Wadkins, 5. desember 1949 (62 ára); Anthony Irvin „Tony“ Sills, 5. desember 1955 (56 ára); Chang-Ting Yeh (Taívan), 5. desember 1968 (43 ára).
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024