Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2012 | 17:00

Afmæliskylfingur dagsins: Fred Couples – 3. október 2012

Afmæliskylfingur dagsins Fred Couples. Hann er fyrirliði Bandaríkjanna í forsetabikarnum, sem Bandaríkjamenn reyna nú að einbeita sér að eftir tapið í Rydernum. Fred hefir verið í fréttum nú nýverið vegna þess að hann bauð Jack Nicklaus stöðu aðstoðarfyrirliða, sem Nicklaus afþakkaði. Fred er fæddur 3. október 1959 og því 53 ára í dag.  Couples gerðist atvinnumaður í golfi 1980 og hefir unnið í 55 mótum þ.á.m. 15 á PGA Tour og þ.á.m. 1 risamót fyrir nákvæmlega 20 árum, þ.e. the Masters 1992. Hann hefir löngum verið uppáhald golfaðdáenda um allan heim.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Jack Wagner, 3. október 1959 (53 ára);  Matthew Southgate, 3. október 1988 (24 ára)

…… og ……


Asta Sigurdardottir‎ (‎47‎ ára)

Elsa Þuríður Þórisdótir‎ (‎57‎ ára)

Esther Ágústsdóttir‎ (‎44‎ ára)

Tösku Og Hanskabúðin‎ (‎51‎ árs)

Íris Dögg Steinsdóttir‎ (‎39‎ ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is