Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Bengt Johan Axgren – 5. mars 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Bengt Johan Axgren. Axgren fæddist  í Gautaborg 5. mars 1975 og er því 37 ára í dag.  Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1995 og spilaði aðallega á Áskorendamótaröðinni. Alls á hann að baki 6 sigra á atvinnumannsferli sínum, þar af 4 á Áskorendamótaröðinni. Sá fyrsti vannst 1996,(Västerås Open) einn 2004 (Open des Volcans í Frakklandi) og tveir síðustu árið 2006 (Kai Fieberg Costa Rica Open og Tusker Kenya Open) þegar hann varð 2. á peningalista mótaraðarinnar og hlaut þ.a.l. keppnisrétt á Evrópumótaröðinni keppnistímabilið 2007. Hann hélt þó ekki korti sínu og var kominn aftur á Áskorendamótaröðina 2008.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Dale Douglass, 5. mars 1936 (76 ára);  Tracy Kerdyk, 5. mars 1966 (46 ára)… og ….

F. 5. mars 1952 (60 ára stórafmæli!!!)

F. 5. mars 1991 (21 árs)

Golf 1 óskar stórafmæliskylfingnum og öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is