Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Ágúst Elí Björgvinsson. Ágúst Elí er fæddur 11. apríl 1995 og því 17 ára í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og mikill FH-ingur s.s. hann á ættir til og er jafnvel talað um hann sem framtíðar landsliðs-markvörð okkar í handbolta.

Auk krefjandi æfinga í handboltanum hefir Ágúst Elí staðið sig vel í ýmsum opnum mótum í golfinu; var m.a. í vinningssæti á Gamlársdagspúttmóti Hraunkots 31. desember 2008 (3. sæti); 1. sæti á Unglingamótaröð GSÍ , 21. júní  2009; í vinningssæti á Opna Teigsmótinu í Þorlákshafnarvelli 8. maí 2010 (3. sæti + nándarverðlaun á 3. braut); 2. sæti í drengjaflokk (15-16 ára) á Arionbankamótaröð unglinga í Leirunni 5. júní 2011 (eftir bráðabana við Aron Snæ Júlíusson, GKG) á  og þá er aðeins fátt eitt talið. Komast má á facebook-síðu afmæliskylfingsins hér fyrir neðan:

 

Aðrir frægir kylfingar sem afmæli eiga í dag eru:  Michael Daly, f. 11. apríl  1952 (60 ára stórafmæli!!!); Gary Orr, 11. apríl 1967 (45 ára);  Roland Churchill Thatcher IV, 11. apríl 1977 (35 ára) … og …

F. 11. apríl 1977 (35 ára)

F. 11. apríl 1974 (38 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is