Afmæliskylfingur dagsins: Anna Sólveig Snorradóttir – 20. maí 2013
Það er Anna Sólveig Snorradóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Anna Sólveig er fædd 20. maí 1995 og því 18 ára í dag. Hún byrjaði að æfa golf 9 ára, en prufaði fyrst þegar hún var 8 ára. Í dag er Anna Sólveig í afrekshóp GSÍ. Hún tók þátt í Opna írska U-18 ára mótinu í apríl 2012 og stóð sig mjög vel, náði 2. besta árangri íslensku þátttakendanna.
Anna Sólveig Snorradóttir, GK. Mynd: Dalli
Í fyrra spilaði Anna Sólveig bæði á Unglingamótaröð Arion banka og Eimskipsmótaröðinni. Þar er eftirminnilegt þegar Anna Sólveig landaði 2. sætinu á Íslandsmótinu í höggleik á Hellu á Eimskipsmótaröðinni og eins var hún í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni 2012, en þar laut hún í lægra haldi fyrir klúbbfélaga sínum Signýju Arnórsdóttur, GK. Hér má sjá viðtal Golf 1 við Önnu Sólveigu eftir árangurinn glæsilega á Íslandsmótinu í holukeppni 2012 SMELLIÐ HÉR: En Anna Sólveig hafnaði einnig í 4. sæti af konunum á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar í Leirunni 2012.
Eins gekk Önnu vel á Unglingamótaröðinni: á fyrsta mótinu upp á Skaga varð Anna t.a.m. í 2. sæti.
Anna Sólveig varð síðan í 3. sæti á 2. móti Unglingamótaraðarinnar á Þverárvelli og eins á 3. mótinu í Korpunni (þ.e. í 3. sæti). Svo varð Anna í 2. sæti á Íslandsmótinu í höggleiki í stúlknaflokki í Kiðjaberginu og sigraði á síðasta móti Unglingamótaraðarinnar á Urriðavelli.
Anna Sólveig tók þátt í ýmsum mótum erlendis. Hún var t.a.m. í íslenska stúlknalandsliðinu ásamt Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK og Sunnu Víðisdóttur, GR sem keppti í European Girls Team Championship í Þýskalandi en þar urðu stúlkurnar Evrópumeistarar í Shoot-out.
Loks varð Anna Sólveig Íslandsmeistari með A-sveit Keilis í sveitakeppni GSÍ í stúlknaflokki:
Að lokum samantektar um ár Önnu keppnistímabilið 2012 þá verður að geta þess að hún ásamt Ragnari Má Garðarssyni, GKG var valin efnilegasti kylfingur ársins 2012 í lokahófi GSÍ:
Afmælisdaginn spilar Anna Sólveig á Íslandsbankamótaröðinni í flokki 17-18 ára stúlkna og er við keppni í dag í Þorlákshöfn. Komast má á facebook síðu Önnu Sólveigar til þess að óska henni til hamingju með daginn hér fyrir neðan:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024