Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2013 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Anna Sólveig Snorradóttir – 20. maí 2013

Það er Anna Sólveig Snorradóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Anna Sólveig er fædd 20. maí 1995 og því 18 ára í dag. Hún byrjaði að æfa golf 9 ára, en prufaði fyrst þegar hún var 8 ára. Í dag er Anna Sólveig í afrekshóp GSÍ. Hún tók þátt í Opna írska U-18 ára mótinu í apríl 2012 og stóð sig mjög vel, náði 2. besta árangri íslensku þátttakendanna.

Anna Sólveig Snorradóttir, GK. Mynd: Dalli

Í fyrra spilaði Anna Sólveig bæði á Unglingamótaröð Arion banka og Eimskipsmótaröðinni. Þar er eftirminnilegt þegar Anna Sólveig landaði 2. sætinu á Íslandsmótinu í höggleik á Hellu á Eimskipsmótaröðinni og eins var hún í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni 2012, en þar laut hún í lægra haldi fyrir klúbbfélaga sínum Signýju Arnórsdóttur, GK.  Hér má sjá viðtal Golf 1 við Önnu Sólveigu eftir árangurinn glæsilega á Íslandsmótinu í holukeppni 2012 SMELLIÐ HÉR:  En Anna Sólveig hafnaði einnig í 4. sæti af konunum á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar í Leirunni 2012.

Anna Sólveig á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar í Leirunni 2012. Mynd: Golf 1

Anna Sólveig á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar í Leirunni 2012. Mynd: Golf 1

Eins gekk Önnu vel á Unglingamótaröðinni: á fyrsta mótinu upp á Skaga varð Anna t.a.m. í 2. sæti.

Anna Sólveig Snorradóttir slær upphafshögg sitt á   1. móti Unglingamóta-raðar Arion Banka upp á Skaga, þar sem hún varð í 2. sæti. Mynd: Golf 1

Anna Sólveig Snorradóttir slær upphafshögg sitt á 1. móti Unglingamótaraðar Arion Banka upp á Skaga 2012, þar sem hún varð í 2. sæti. Mynd: Golf 1

Anna Sólveig varð síðan í 3. sæti á 2. móti Unglingamótaraðarinnar á Þverárvelli og eins á 3. mótinu í Korpunni (þ.e. í 3. sæti). Svo varð Anna í 2. sæti á Íslandsmótinu í höggleiki í stúlknaflokki í Kiðjaberginu og sigraði á síðasta móti Unglingamótaraðarinnar á Urriðavelli.

Anna Sólveig á Urriðavelli 26. ágúst 2012 - síðasta móti Unglingamótaraðarinnar þar sem hún sigraði sinn flokk 17-18 ára stúlkna. Mynd: Helga Björnsdóttir

Anna Sólveig á Urriðavelli 26. ágúst 2012 – síðasta móti Unglingamótaraðarinnar þar sem hún sigraði sinn flokk 17-18 ára stúlkna. Mynd: Helga Björnsdóttir

Anna Sólveig tók þátt í ýmsum mótum erlendis. Hún var t.a.m. í íslenska stúlknalandsliðinu ásamt Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK og Sunnu Víðisdóttur, GR sem keppti í European Girls Team Championship í Þýskalandi en þar urðu stúlkurnar Evrópumeistarar í Shoot-out.

Evrópumeistarar í Shoot-out: (f.v.) Guðrún Brá, Anna Sólveig og Sunna. Mynd: golf.is

Evrópumeistarar í Shoot-out: (f.v.) Guðrún Brá, Anna Sólveig og Sunna. Mynd: golf.is

Loks varð Anna Sólveig Íslandsmeistari með A-sveit Keilis í sveitakeppni GSÍ í stúlknaflokki:

Íslandsmeistarar í A-sveit Keilis í sveitakeppni GSÍ 2012 í stúlknaflokki. F.v.:  Anna Sólveig Snorradóttir, Högna Kristbjörg Knútsdóttir, Sara Margrét Hinriksdóttir og liggjandi fyrir framan Saga Ísafold Arnarsdóttir. Mynd: Helga Laufey Guðmundsdóttir

Íslandsmeistarar í A-sveit Keilis í sveitakeppni GSÍ 2012 í stúlknaflokki. F.v.: Anna Sólveig Snorradóttir, Högna Kristbjörg Knútsdóttir, Sara Margrét Hinriksdóttir og liggjandi fyrir framan Saga Ísafold Arnarsdóttir. Mynd: Helga Laufey Guðmundsdóttir

Að lokum samantektar um ár Önnu keppnistímabilið 2012 þá verður að geta þess að hún ásamt Ragnari Má Garðarssyni, GKG var valin efnilegasti kylfingur ársins 2012 í lokahófi GSÍ:

F.v.: Jón Ásgeir forseti GSÍ, Anna Sólveig Snorradóttir, GK,  Ragnar Már Garðarsson, GKG og Gylfi, forstjóri Eimskips

F.v.: Jón Ásgeir forseti GSÍ, Anna Sólveig Snorradóttir, GK, Ragnar Már Garðarsson, GKG og Gylfi, forstjóri Eimskips. Mynd: gsimyndir.net

Afmælisdaginn spilar Anna Sólveig  á Íslandsbankamótaröðinni í flokki 17-18 ára stúlkna og er við keppni í dag í Þorlákshöfn.  Komast má á facebook síðu Önnu Sólveigar til þess að óska henni til hamingju með daginn hér fyrir neðan:

Anna Sólveig (18 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!)
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Dave Hill, 20. maí 1937- d. 27. september 2011 (bróðir Mike Hill, f.  27. janúar 1939) Vann Harry Vardon skjöldinn ´69;  Liselotte Neumann, 20. maí 1966 (47 ára);  David Smail, 20. maí 1970 (43 ára)….. og ……..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is