Afmæliskylfingur dagsins: Annika Sörenstam – 9. október 2013
Annika Sörenstam fæddist í Bro í Svíþjóð 9. október 1970 og er því 43 ára í dag.
Annika byrjaði ung að spila golf ásamt Charlottu systur sinni, en þær tvær eru einu systurnar sem hafa unnið sér inn yfir $ 1.000.000 bandaríkjadala í verðlaunafé á LPGA.
Alls eru sigrar Anniku frá því hún gerðist atvinnumaður í golfi, árið 1992, 93 talsins, þ.á.m. 72 skráðir sigrar á LPGA, en þar af eru 10 sigrar á risamótum. Annika hefir jafnframt sigrað í 18 alþjóðlegum mótum.
Hún er sá kvenkylfingur sem hefir unnið sér inn mesta verðlaunaféð yfir $22 milljónir bandaríkjadala og munar $ 8 milljónum á henni og þeirri sem kemur næst á eftir.
Frá árinu 2006 hefir Annika haft tvöfaldan ríkisborgararétt, sænskan og bandarískan.
Annika hefir langoftast verið valin kylfingur ársins, á metið, 8 skipti og vann Vare Trophy (fyrir lægsta meðaltalsskor á keppnistímabili) 6 sinnum.
Hún er eini kvenkylfingurinn sem skilað hefir skori upp á 59 högg í opinberu móti.
Annika á fjölmörg met í golfheiminum m.a. fyrir lægsta meðaltalsskor árið 2004: 68.6969.
Annika keppti f.h. Evrópu í Solheim Cup í 8 skipti, á árunum 1994-2007 og á metið hvað varðar stigasöfnun í keppninni. Hún var aðstoðarfyrirliði liðs Evrópu, sem keppti í Killeen Castle á Írlandi í s.l. mánuði.
Af mörgum afrekum Anniku er að taka, en loks er í stuttu ágripi vert að minnast á Bank of America Colonial mótið árið 2003, þegar Annika komst í golfsögubækurnar fyrir að vera fyrsta konan til að keppa við karlmenn í PGA móti síðan 1945. Sama ár fékk Annika inngöngu í frægðarhöll kylfinga.
Annika hætti í golfatvinnumennskunni árið 2008 og sneri sér að fyrirtækjarekstri, m.a. markaðssetningu á ilmvatni sínu „Anniku“; auk þess sem hún kemur reglulega fram á golfmótum til styrktar góðum málefnum, er með golfskóla, hannar golfvelli og framleiðir golfvörur undir vörumerkinu ANNIKA. Auk þess stofnaði hún sjóð, sem veittir eru úr ríflegir styrkir til góðgerðarmála.
Annika er tvígift. Árið 1997 giftist hún David Esch, sem hún kynntist út á æfingasvæði – þau skildu 2005.
Árið 2009 giftist Annika, Mike McGee og á með honum dótturina Övu Madelyn McGee, fædd 1. september 2009 og soninn William McGee, fæddan 21. mars 2011.
Heimild: Wikipedia – hluti þessarar þýðingar greinarhöfundar birtist áður á iGolf 9. október 2010 – en er hér í uppfærðri og endurbættri útgáfu.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Panton f. 9. október 1916 – d. 24. júlí 2009; Guðlaugur B. Sveinsson, 9. október 1959 (54 ára), GK; Sigríður Elín Þórðardóttir, GSS, 9. október 1960.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024