Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2014 | 19:45

Afmæliskylfingur dagsins: Baldvin Jóhannsson – 24. mars 2014

Það er Baldvin Jóhannsson, GK, sem er afmæliskylfingur dagins. Baldvin er fæddur 24. mars 1938 og því 76 ára í dag.  Sjá má skemmtilegt viðtal við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: 

Elsku Balli – innilega til hamingju með afmælið!!!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:

Aðrir frægir sem eiga afmæli í dag eru: Pat Bradley,(frænka Keegan) 24. mars 1951 (63 ára);  Andrés Jón Davíðsson, golfkennari, 24. mars 1968 (46 ára); Jason Dufner, 24. mars 1977 (37 ára); Elliot Saltman, 24. mars 1982 (einn skosku golfbræðranna – 32 ára);  Maria Hernandez, 24. mars 1986 (28 ára) …. og …..

Golfklúbbur Kópavogs Og Garðabæjar (20 ára stórafmæli!!!)

Golf 1 óskar öllum kylfingum, sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is