Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2024 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Brittany Lang —- 22. ágúst 2024

Afmæliskylfingur dagsins er Brittany Lang. Brittany fæddist í Richmond, Virginia, 22. ágúst 1985 og á því 39 ára afmæli í dag!!! Brittany var í Solheim Cup liði Evrópu 2013 og m.a. aðeins önnur af 2 til þess að vinna leik sinn í tvímenningsleikum sunnudagins f.h. liðs Bandaríkjanna, en Brittany vann leik sinn gegn Azahara Muñoz 2&1. Brittany var jafnframt í Solheim Cup liðum Bandaríkjanna 2015 og 2017.

Brittany var 2 ár í háskóla, Duke University og spilaði golf með háskólaliðinu. Hún hætti samt í háskóla og gerðist atvinnumaður í golfi 2005 eftir gott gengi á US Women´s Open þar sem hún náði 2. sætinu (T-2) (sem er næstbesti árangur hennar til dagsins í dag í risamóti; besti árangurinn er að verða ein í 2. sæti á Women´s British Open 2011).

Brittany og býr í dag í McKinney, Texas. Fyrsti sigur Brittany á LPGA kom í júní 2012 í fyrsta skipti sem Manulife Financial LPGA Classic fór fram í Kanada, en þá vann hún eftir umspil við 3 aðrar. Þetta var í fyrsta skipti sem Duke Blue Devil (en svo heitir háskólaliðið sem hún spilaði með í 2 ár) vann á LPGA og sigurinn kom í 154. tilraun Brittany.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Gene Sauers, 22. ágúst 1962 (62 ára); Paola Moreno, 22. ágúst 1985 (39 ára); Alana Uriell, 22. ágúst 1996 (28 ára)…. og ….

Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is